barambútsjí
Hárið á mér er í KLESSU og ég er farin að þrá hvern sem er sem kann að fara með skæri!!! Toppurinn er massífur og síður sem þýðir að hann er í augunum á mér og ég svitna óþægilega mikið á enninu. En, þar sem ég er nískupúki tími ég ekki að borga mikið meira en 2000 kall fyrir klippingu. Ég er að reyna að safna hári og mig langar að gera eitthvað nýtt við toppinn, langar að hafa hann þægilegan og auðveldan þar sem ég er að fara í tveggja vikna ferðalag um Frakkland með Hörpu, og við munum ferðast um með lestum og gista á hostelum og allt sem við getum tekið með okkur verður að rúmast fyrir í ca. 60 lítra bakpoka. Það þýðir, engin hárþurrka, ekkert sléttujárn, engin 8 kílóa snyrtitaska..... Við verðum víst að treysta á náttúrulega fegurð á þessu ferðalagi.
Ég var að horfa á mynd sem heitir Boondock saints. Ég hef heyrt að hún sé rosalega góð, en hálfgerð "cult" mynd, þ.e. mjög góð mynd sem þó aldrei komst á neina metsölulista og fáir hafa séð... Jújú hún var fín, og löggukarakterinn var ágætur og leikararnir voru sætir, en þetta var allt eitthvað aðeins of ýkt fannst mér.... Allir öskrandi og aðeins of miklir kúlistar, það var meira að segja atriði þar sem þeir straujuðu sárin sín- "arrrgh matsjó"..... Hmmm, hvað með bara sótthreinsikrem, verkjalstillandi og sárabindi????
Ég var að horfa á mynd sem heitir Boondock saints. Ég hef heyrt að hún sé rosalega góð, en hálfgerð "cult" mynd, þ.e. mjög góð mynd sem þó aldrei komst á neina metsölulista og fáir hafa séð... Jújú hún var fín, og löggukarakterinn var ágætur og leikararnir voru sætir, en þetta var allt eitthvað aðeins of ýkt fannst mér.... Allir öskrandi og aðeins of miklir kúlistar, það var meira að segja atriði þar sem þeir straujuðu sárin sín- "arrrgh matsjó"..... Hmmm, hvað með bara sótthreinsikrem, verkjalstillandi og sárabindi????
1 Comments:
greinilega ekki nógu cool að taka parkódín.... hehe
Annars ætla ég að treysta á hárband eða hatt hehe.
Post a Comment
<< Home