Sunday, July 01, 2007

Í Danmörku

Eins og þú veist þá erum við fjölskyldan og Danni frændi í Danmörku. Það er búið að rigna á okkur heljarinnar mikið og í gær þá ákváðu veðurguðirnir að skjóta á okkur risastórum haglkúlum.... Þetta var sko haglél á stærð við nöglina á litlafingri!!! Huuges... Við átum svínalundir í gær og í dag erum við að fara að fá hrygg. Við erum öll með hjól hérna og bíðum bara eftir sólinni og blíðunni til þess að geta farið í smá hjólatúr með nesti og gotterí. Við fórum í dag í Egeskov, sem er risastór garður meðmótorhjóla- og bílasafni, völundarhúsi, litlum görðum, stórum herragarði sem lítur út eins og kastali og fullt af fleiru merkilegu. Við löbbuðum um í hengbrúm í tugi metra háum trjám, fórum í völundarhúsið og týndumst smá, og svo komum við við í mótorhjóla- og bílasafninu-svona til að friða karlana sem eru með okkur... Svo fórum við á markaðinn og keyptum okkur ferska og nýupptínda ávexti. Svo fórum við mamma, pabbi og Danni í miðbæinn í Odense og fengum okur heit súkkulaði á meðan Svansa og Halli gerðu kvöldmatinn tilbúinn:)

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe alltaf jafn gaman í völundarhúsum!! Nema hvað mýs eru miklu fljótari í gengum það en við (kannski út af ostaþef.... ekki það að við værum eitthvað fljótari í gegn ef einhver stæði með pylsu við annan endann ;) hehe)

10:47 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hæ hvenær kemurðu heim?

2:14 AM  
Anonymous Anonymous segir:

kem heim á morgun:) þann 10 júí:)

9:55 PM  

Post a Comment

<< Home