Wednesday, August 22, 2007

Rónasaga

Ég og Rónar... úff
Við hittum eina konu, Tönju, í Marseille og fórum út að borða með henni. Á leiðinni í bæinn í leit að veitingastað byrjaði einhver gamall róni að arga eitthvað til okkar og við litum allar undan. Svo stóð hann upp og byrjaði að elta okkur svo við skokkuðum í burtu, nokkuð vissar um að hann myndi eki ná okkur, hann var jú blindfullur.. En svo var ekki raunin, hann hljóp nú fantahratt og náði að grípa í vinstri höndina á mér og byrjaði að knúsa hana!!! Svo mumlaði hann eitthvað á frönsku og sagðist elska mig... Tanja ákvað að bjarga mér og sagði honum að sleppa mér, en hann neitaði og ég var farin að slá létt í hann svo hann myndi sleppa mér en ekkert virkaði. Þá ýtti Tanja í hann og hann sleppti takinu. Hann gerði sig líklegan til þess að elta okkur aftur og þá skammaði Tanja bjargvættur hann... Svo hlupum við hratt í burtu allar þrjár. Seinna um kvöldið vorum við farnar að hlægja að þessu og veltum líka fyrir okur af hverju róninn hafi ákveðið að grípa í höndina á mér... Jah, vinstri höndin á mér hlýtur nú bara að vera svona kynþokkafull, og þar við sat...

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahaha! Þvílíkt aðdráttarafl sem þú hafðir.

10:01 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Þessi saga fær mig enn meira til að vilja fara til Marseille og hitta þennan mann ;)

12:42 AM  

Post a Comment

<< Home