Tuesday, July 31, 2007

Vinnan og voyage:)

Vúhú, ég er að fara að leggja af stað í leiðangur um Frakkland eftir tvo daga og ég er að farast úr spenningi. Ég og Harpa ætlum að fljúga til Parísar og ferðast þaðan til Montpellier, Marseille og Nice í lestum með stóra bakpoka á herðum okkar og gista á sjabbý hostelum. Eins gott að ég fái ferðavæna klippingu á morgun hjá hárgreiðslumanneskjunni-það má ekki líta út eins og reytt hæna á öllum myndunum sem verða teknar af manni fyrir utan hin stórmerkilegu hús og hýbýli í Frakklandinu. Já, þav erður gott að losna við fáein hár af höfðinu þar sem hryssuheilkennið er farið að hrjá mig allverulega.
Í dag er ég 141.000 kallinum ríkari en í gær, en eftir tvær vikur og tvo daga verð ég þó líklegast fátækari heldur en ég var í gær sökum eyðslusemi í Frakklandi.
Sniðugt, ég sá bæði Ármann í vinnunni í dag(Kaffitár í þjóminjasafninu) og systir hans. Ég þurfti þó ekki að sjá bróður Ármanns þar sem þeir líta alveg eins út og með því að sjá annan tvíburann þá er ástæðulaust að sjá hinn...

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehehe.

2:06 AM  
Anonymous Anonymous segir:

bloggaðu jungledyr! ;)

10:24 PM  

Post a Comment

<< Home