Kerfishrun kjöltutóls
Þessi frétt mun vera gömul en ég flyt hana nú samt.
Á þriðjudaginn í seinustu viku átti sér stað hræðilegur atburður. Fallega, yndislega, ótrúlega blíða og góða kjöltutólið mitt lést er ég studdi á Power takkann í tölvutíma. Það byrjaði að haga sér skringilega er það var að starta sér, láréttar línur birtust á skjánum og ferðuðust um upp og niður og ég vissi ekki hvað var að gerast. Ég endurræsti því tölvuna mína en sama sagan endurtók sig og ég neyddist til þess að vinna með skjáinn í ólagi. Skjárinn var virkur að mestu leyti en neðsti parturinn var undir dularfulri grárri hulu og gat ég því ekki notað táknin neðst á skjánum og start takkann. Hann faðir minn fór með elskuna mína til læknisins í dag og er þar verið að vinna að heilbrigði hennar. Ég nota þá á meðan hina tölvuna, sem hefur mjög smátt geymsluminni, vinnsluminni og hvaðeina. Endir.
Á þriðjudaginn í seinustu viku átti sér stað hræðilegur atburður. Fallega, yndislega, ótrúlega blíða og góða kjöltutólið mitt lést er ég studdi á Power takkann í tölvutíma. Það byrjaði að haga sér skringilega er það var að starta sér, láréttar línur birtust á skjánum og ferðuðust um upp og niður og ég vissi ekki hvað var að gerast. Ég endurræsti því tölvuna mína en sama sagan endurtók sig og ég neyddist til þess að vinna með skjáinn í ólagi. Skjárinn var virkur að mestu leyti en neðsti parturinn var undir dularfulri grárri hulu og gat ég því ekki notað táknin neðst á skjánum og start takkann. Hann faðir minn fór með elskuna mína til læknisins í dag og er þar verið að vinna að heilbrigði hennar. Ég nota þá á meðan hina tölvuna, sem hefur mjög smátt geymsluminni, vinnsluminni og hvaðeina. Endir.
2 Comments:
ég veit hvernig þér líður... mín tölva er búin að vera lasin mjög lengi..
Æhj, vonandi batnar henni :)
Post a Comment
<< Home