Franskan fyrir bí
Ég mætti í frönskunámskeiðið (fjórða stig) í dag klukkan 6 eftir að hafa dröslast með rennandi blautt hjólið í strætó. Komst ég ekki að því að við eigum að vera þrjú saman í tímum, ég, einhver þroskaheftur maður og einhver kona sem ruglaðist á dagsetningum og mætti því ekki í dag. Í dag vorum við s.s. að rifja upp hvernig ætti að beygja sögnina être (að vera)-eitthvað sem maður lærir í grunnskóla... Ég skil ekki af hverju þessi maður er á fjórða stigi í frönsku, hann sagðist vera búin að fara í gegnum 1. 2. og 3. stig, en ég meina... þarf ekki að hafa staðist einhverjar ákveðnar kröfur til þess að komast yfir á næsta stig??? Ég lærði nákvæmlega ekkert þessa tvo klukkutíma sem ég var þarna og spjallaði svo við stelpuna sem var að kenna okkur eftir tímann. Hún sagði að ég væri örugglega á fimmta stigi og ætti bara að mæta á morgun. Málið er að ég er í kórnum á þriðjudögun(s.s. á morgun) og það er búið að skrá mig í allskonar ferðir og vesen með kórnum og er mjög erfitt að fara að hætta við núna-og svo langar mig það heldur ekki... Ég get ekkert annað gert nema hætt í frönskunni... Ég held líka a fornámið+franskan hafi verið frekar mikið fyrir mig, þessi skóli sem ég er í er ekkert djók sko, við erum að skila allskyns ritgerðum, verkefnum, skissubók, filmum, stafrænum myndum og fleira. Það er því nóg að gera...
Fyndið... Ég hitti Eyjólf gamla stærðfræðikennarann og han er að fara á FYRSTA stig.... hehe
Fyndið... Ég hitti Eyjólf gamla stærðfræðikennarann og han er að fara á FYRSTA stig.... hehe
2 Comments:
hehehe payback time... ;)
Ef þú ert mjög spennt fyrir frönskunni geturðu tékkað á því sem Mímir bíður upp á (mimir.is) :)
Hæ frönskusnillingurinn minn. Les alltaf bloggið þitt en er ekki dugleg að kvitta. Þannig að,kvitt kvitt:O)
Knús Svansa
Post a Comment
<< Home