Wednesday, October 03, 2007

kindurnar brostu til mín

Ég fór í óvissuferð í gær. Við vorum látin horfa á kindur húðflettar... Það var blóð á gólfinu og á svuntunni hennar Beggu. Kindahöfuðin störðu á okkur. Starfsfólkið át spaghetty bolognese í hádeginu en það var allt í lagi því þetta var nautahakk.

Ég var ljóðræn í Eymundsson í dag:

Brosið þitt er bling.
Það berst með ljóshraða
og ég sé það samstundis.
"Sé þig á morgun
og brosið þitt".

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe, varstu á kaffihúsinu í Eymundssyni?

ekki gæti ég farið og fengið mér bolognese ef ég ynni í sláturhúsi... fegin að ég borðaði bolognesið mitt í gær áður en ég las þetta ;)

5:45 PM  
Anonymous Anonymous segir:

oj, en 'geðslegt'.
ég hafði heldur ekki lyst á skötu eftir krufningarnar.. eða bara aldrei! borða ekki *hóst* vini mína!

8:32 PM  
Anonymous Anonymous segir:

já ég var á kaffihúsinu í Eymundssyni, en ég skoðaði líka bækurnar þar... langaði í smásagnasafn Svövu Jakobsdóttur, en það var stót og feitur doðrantur sem ég myndi aldrei nenna að hafa með mér upp í rúm og kostaði 4-5000 kall... Svo ég keypti bara nauðsynlega hluti s.s. kartonpappír... hehe

11:02 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Það er svooooo stutt í næsta svönsu-jóhönnu hitting...Ekki nema rúmur mánuður :O)
hilsen
Svansa danadrottning

7:53 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Usss ætlarðu ekki að uppfæra dagbókina þína?
=gemmér nýtt blogg :)

4:09 PM  

Post a Comment

<< Home