Thursday, October 18, 2007

nótæm

Ég þarf að gera svo mikið um helgina, ég hef ekki neinn tíma... Við fengum ca. 12 myndir, bæði ljósmyndir og málaðar, frá ljósmyndakennaranum og við eigum að gera endurgerð af þeim með myndavélinni. Tvær af þeim eru nektarmyndir(er að spá í að nota dúkku eða eitthvað-nema þú viljir vera módel...). Svo eigum við að taka tólf myndir fyrir tölvutímann, þetta á að vera eitthvað þema og svo setjum við myndirnar í dagatal-sem við búum til sjálf í forriti sem ég skil ekki... Svo á ég ennþá eftir að skrifa faglegan texta um einhverja grein innan myndlistarinnar, ég er búin að velja mér vöruhönnun(hönnun húsgagna, söluvarnings, umbúða, skartgripa o.fl.) sem umfjöllunarefni og ég er s.s. búin að skrifa tvær setningar... oh...Og já, bæðevei, ég er að vinna um helgina!!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

þú verður að taka þér einhvern tímann frí!!! taktu mig til fyrirmyndar og vertu slugsi (a.m.k. heilt kvöld hehe:)

1:40 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég geri það oft og reglulega...(eða eiginlega alltaf þegar ég á að vera að gera eitthvað)...

5:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Skipuleggðu þig vel og verðlaunaðu þig svo í næstu viku fyrir að hafa verið dugleg :o) eða fáðu einhvern til að skipta við þig um helgi!

1:52 AM  

Post a Comment

<< Home