Kvef í líkamanum
Oj kvef. Mér líður eins og nefið mitt sé eldfjall og horrennslisstöðvarnar séu heitur reitur. Ullið brýst fram með ógnarhraða í gegnum hljóðhimnur, inn í kinnholur, ennisholur og út um nefið. Þrýstingsstíflanir skiptast um á að vera í hægra- og vinstramegin í nefholinu og á nokkurra mínútna fresti losnar um þrýstinginn í örfáar sekúndur og þá skal ég sko gjöra svo vel að vakna upp úr íbúfendópuðum blundi mínum og snýta Heklunni... Ég hef sagt það áður og stendi svo sannarlega við fyrri orð mín að kvef er dauði!!! Það er ekki einu sinni hægt að lesa í þessu ástandi. Ekki kemst maður yfir eina blaðsíðu í kiljunni án þess að eldvirknin fari að gera vart við sig. Allt húsið verður undirtekið af snýtipappír og slefi og aldrei-aldrei skal vera til Otrivinur á heimilinu þegar ég fæ kvef...
3 Comments:
Æ litli Lasarus! Ég sé þetta alveg fyrir mér :) láttu þér batna sem fyrst.
hahahah skemmtileg lýsing á kvefi :Þ
ekki fyrir þig samt :(
aww
láttu þér batna ;)
takk:D
Post a Comment
<< Home