Afmælisdagurinn
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og fylgdu vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar, Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni og Ævar Eiður stóð við hlið bílsins öskrandi og veinandi því hann hafði næstum orðið undir. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin allt of sein í afmælið.
1 Comments:
hehe, alltaf jafngóður djókur :)
Post a Comment
<< Home