Monday, March 10, 2008

Ávallt skal hlægja að slösuðum

Ég var á mínu vanalega daglega labbi niður Meistaravellina þegar ég mæti keyrandi bíl... Jahá bíll varð það...
Ég leit snöggvast inn um rúðuna á bílnum um leið og hann fór fram hjá mér og virti fyrir mér farþega bílsins. Þarna var jú ca. fertugur maður við stýri, ung stúlka í aftursætinu og viti menn, ungur strákur í farþegasætinu frammí með ca. hálfa klósettrúllu uppi í nefinu á sér-það var ekkert verið að krumpa saman pappírinn og troða honum snyrtilega upp í nefið svo að sem minnst sæist, heldur stóð svona tuttugu sentímetra pappírsblaðka út um nefið á krakkanum-Snilld... Ég meðtók ekki hvað ég hafði séð fyrr en bíllinn var farinn framhjá og því stóð ég eins og lúða, ein eftir á gangstéttinni, skellihlægjandi eftir sjónina, og fólkið í bílunum sem framhjá mér óku horfðu á mig jafn undarlega og ég horfði á aumingja litla slasaða strákinn.
Aldrei, aldrei sleppa því að forvitnast um fólk í bílum, hvort sem þið stoppið við hliðina á einum á ljósum eða einhver keyrir framhjá ykkur, það er aldrei að vita hvaða snilldarsjón fær ykkur til þess að hlægja næst...

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

haha! æ greyið strákurinn að meiða sig samt!

En já það getur verið stórskemmtun að fylgjast með hinu fólkinu...! Örugglega sérstaklega gaman að sjá fólk borða og keyra...hehehe!

11:10 AM  
Anonymous Anonymous segir:

...bora í nefið...
...tala við sjálfa/n sig....
maargir möguleikar hoho

en smá komment á orðið ,,lúða" sem þú notaðir í færslunni;
,,því stóð ég eins og lúða"
ehemm... veistu hvað orðið lude þýðir á dönsku? hahahahahaha

8:51 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Nei, ég ég veit hvað lúða er og Lúði:D ég er kvenkyns lúði hahahahaha:D
Hvað þýðir annars Lude??? Er það nafn á Kynfæri karls? Það eru til ótrúúlega mörg slík orð... Það hlýtur að vera eitt af þeim orðum sem hafa hve flest samheiti:D haha

10:17 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahahhahahahahahahahha ekki alveg hehehehehe

(lude þýðir hóra á dönsku)

10:32 PM  

Post a Comment

<< Home