Friday, June 27, 2008

Póstkort fá úglöndum:D

Ég hef ekki enn getað fundið póstkort sem eru nógu skemmtileg til að senda til ykkar kæru vinir og því hef ég ákveðið að skrifa bara smá blogg, og kannski hef ég einhvern tíma aflögu til póstkortaskrifa í bústaðnum í þýskalandi.

Allavega er búið að vera rosalega gaman hjá okkur mömmu og pabba bæði í kórferðinni í Slóveníu og Ítalíu og einnig í heimsókninni í Danmörku. Ég tel mig ekki hafa kvartað allt of mikið undan kaffinu í þessari ferð þó aðrir gætu verið ósammála... Portoroz, rósahöfnin í Slóveníu er pínuponnsulítill bær sem samanstendur af einni hótelkeðju sem býður upp á nokkur hótel þarna í sínumhvorum verðflokki, einni verslunargötu hvar eru kaffihús, einn draslmarkaður, barir og veitingahús og svo ströndinni. Þarna gistum við á fjögurra stjörnu hóteli með sundlaug, nuddpottum, fríu morgunmatarhlaðborði og fríu kvöldverðarhlaðborði. Svo var hægt að panta sér Thailenskt nudd. Stærsti nuddskammturinn fór víst djúpt í marga er hann tóku og voru þeir margir aumir í líkamanum daginn eftir. Ég ákvað að sleppa þessum pakka og slappaði af á hinum ýmsu kaffihúsum milli þess sem við vorum að æfa og héldum tónleika. Stóru tónleikarnir okkar voru haldnir í einhverskonar kirkjuklaustri í nágrannabæ sem hét Piran. Húsið var eins og ferkantaður súlnagangur og í miðjunni var opið í himininn. Þarna byrjaði Slóvenskur kór á að hita upp fyrir okkur með einum 7 lögum og svo sungum við okkar prógramm, sem voru um 8 lög að ég held. ÞArna hlustuðu allra þjóða kvikindi á söng okkar og voru margir sem táruðust yfir englaröddum okkar. Á fremsta bekk sat munkur í brúnum kufli. Það var ótrúlega gaman að horfa framan í hann því andlitið á honum lýstist upp þegar við sungum. Kórstjóri hins kórsins er sagður hafa verið hágrátandi allan tímann yfir því hve vel kórinn okkar söng. Þetta var alger vítamínbomba að syngja þarna enda voru allir í dýrindis skapi eftir þetta.
Hér í Danmörku erum við að taka okkur til fyrir þýskalandsförina á morgun og við erum að reyna að ákveða hvort við eigum að vera að því að troða regnfötum og stígvélum með í ferðatöskuna... Það spáir víst Bongó:D

Friday, June 13, 2008

jeramías minn

Föstudagurinn 13. Ég var ekki að vinna í dag og neitað meira að segja vinnu, tvisvar sinnum, í dag. Nei, í dag vaknaði ég snemma og byrjaði að pakka fyrir þriggja vikna utanlandsferð sem mun eiga sér stað í fjórum löndum. Um hádegi fór ég með henni mömmu í Kringluna að kaupa nauðsynjavörur sem vantaði fyrir ferðina svo sem tannbursta, tannkrem, rakvélablöð, bikiní, sumarkjól, nærbuxur, eyeliner og fleira. (Sorry Harpa, ég keypti mér eins kjól og þú keyptir, nema bara í öðrum lit...) Eftir að hafa keypt allt sem okkur vantaði fengum við okkur súpu á Café Paris hvar við sátum úti í algerum potti, ég klæddist svörtu pilsi, svörtum háum sokkum og svörtum skóm sem sólin skein svo grimmt á að ég var að brenna úr hita. Svo héldum við móðir góð heim á leið og gripum með okkur smá kaffitár á leiðinni heim til þess að hafa orku í að klára að pakka. Eftir að regla var komin á stóru ferðatöskurnar okkar sló ég grasið í garðinum fyrir hana móður mína þar sem hún er nú einu sinni rifbeinsbrotin(í alvöru, hún var að klaufast eitthvað heima um daginn og datt á stóra flísasög og rifbeinsbrotnaði) já manngæska, I has it. Maður er nú smá Pro eftir heilt sumar í slátturhópnum í unglingavinnunni fyrir nokkrum árum...
Við sjáumst þá bara einhverntíma eftir 8. júlí:D Ég mun sakna ykkar flestra... :,(

Friday, June 06, 2008

Já sjáðu nú til, þetta er lífið!!!

Ég er á leiðinni úúúúút, nanananananana:D
ÞAnn 14. júní held ég til hennar Ítalíu, réttara sagt Mílanó, með kórfélögum mínum og foreldrum mínum. Þaðan förum við beint til Verónuborgar og gistum þar fáeinar nætur. Í framhaldinu ferðumst við til Portoroz í Slóveníu hvar við verðum einhverjar nætur. Þar sem þetta er kórferð munum við að sjálfsögðu halda tónleika hér og þar og syngja úti á götu um kvippinn og hvappinn. Eftir þetta ævintýri höldum við foreldrar mínir áfram frá Mílanó til Kaupmannahafnar þar sem þau hitta Önnu og Jóa vinafólk sitt en ég tek lestina beint til Óðinsvéar til Svönsu og Halla og Rakelar og Ísabellu:D Svo koma Mamma og Pabbi til Óðinsvéar og við verðum þar í eina-tvær nætur. Þaðan keyrum við til Þýskalands hvað við verðum í sumarbústað við ströndina:D Svo kem ég bara heim þann 8. júlí og fer að vinna aftur.
Þetta er samt ekki búið enn...
Ég er ekki fyyrr komin heim þegar ég fer í aðra utanlandsferð, ég er nefninlega að fara með Hörpu og evu til Lundúna þann 28. júlí og verð þar í 6 nætur. Þar ætlum við að eyða peningum í safnafarir, útsýnisferðir, verðslunarfarir og markaðsfarir. Já þetta verður svo viðburðarríkt sumar:D
Svo er ég líka komin inn í Listaháskóla Íslands og því hef ég samastað næsta vetur:D Ég get ekki beðið eftir því að fara að lifa lífinu mínu:D:D:D:D