Thursday, February 22, 2007

Stóra systir

Valhoppum, Valur minn.
Við skulum sjá fuglana dansa í náttregninu.
Sprettum, Valur minn.
Við skulum sjá trén þjóta framhjá.
Læðumst, Valur minn.
Við skulum sjá pabba kyssa mömmu góða nótt á munninn.

Veðrun

Sandur.
Gróf möl.
Rispar húðina.
Skrííííík zzzzz
Sársauki.
Blóð.
Dauði.

Eyðing

Sigur er í vændum
Fóstbræður og frændur
Bræður og bændur
Mér er kraftur sendur
Til að sigra vor fjendur
Mig vantar hjálparhendur

Þetta er slæmt fólk og ég mun, með ykkar hjálp, frelsa heila þjóð.

Blóði drifnar myndir á forsíðu moggans
af limlestu fólki,
ráfandi um götuna
í eyðilegðri borg

Við höfum sigrað
Fóstbræður og frændur
Bræður og bændur.

Við höfum frelsað.

Sunday, February 18, 2007

Ástarfugl

Fuglarnir bjuggu til hjarta úr hreyfingum sínum og elskuðu mig. Ég greip tilfinninguna og sór að gleyma henni aldrei. Ég setti hana í vasann á uppáhaldsbuxunum mínum og sór að setja þær aldrei í þvottavélina án þess að geyma hana á meðan. Enda vil ég ekki að hún skolist burt með kaffislettunum. Ég gaf rauð súkkulaðihjörtu í dag, öll nema það sem ég borðaði sjálf.

Þessa smásögu/pósa skilduð þið betur ef þið læsuð nýjasta bloggið mitt á þessari síðu.

Friday, February 09, 2007

Ljóðabæli

Vísa fyrir -gl mælta:)

Rautt Eðal-Ginseng...

Það er rautt og glóandi, eins og gull
gefur mér yndislegan styrk.
Þá flýg ég hátt eins og fugl,
firrt upp í himinsins myrk.