Wednesday, April 25, 2007

Dimissio

Ég var að Dimitera í dag. Ótrúlega gaman. Minn bekkur ákvað að velja sér gerfi Captains Jacks Sparrows og tókum við okkur vel út. Við lærðum taktana með því að horfa saman og stúdera kvikmyndirnar um sjóræningjann fræga. Eftir að hafa látið eins og fífl úti á túni fyrir framan Lærða skólann, þ.e. að flagga sjóræningja fána á listaverkinu, klifra í listaverkinu, binda óheppna vegfarendur við listaverkið, láta aðra óheppna vegfarendur ganga fram af planka út frá listaverkinu, dansa kringum listaverkið, fremja mannrán á nokkrum stökkbreyttum unglings-ninja-skjaldbökunm, músum að nafni Mikki, sjómönnum og stripplingum og sitthvað fleira þá fjölmenntum við, menntskælingar í gáma þrjá og skunduðum á Tryggvagötuna. Þar á eftir var haldið á Pizza-kofann Sprengisand og etið yfir sig af rándýrri pizzu og Pepsi. Svo tvístraðist hópurinn og fóru sumir í aðra menntaskóla og hrelldu nemendur, hinir fóru ýmist í kringluna, laugarveginn eða á aðra fjölmenna staði, og hrelldu grunlausa staðargesti. Fengu menn nú mismunandi viðbrögð við því en almannt tel ég að fólk hafi tekið búningaklæddum Dimiterum vel. Fékk ég ýmis viðbrögð við leikhæfni minni og fegurð búningsins, þ.á.m. hlátur, hræðslu, feimni, sumir veifuðu á móti, sumir gáfu sig á spjall við sjóræningjann fræga, enn aðrir létu sem þeir sæju mig ekki og margt fleira. Lítil stepla spurði móður sína af hverju stelpan væri með skegg og lítill strákur vakti athygli vinar síns og sagði að Jack Sparrow væri að ganga fram hjá, vinurinn var nú ekki eins trúgjarn og spurði mig hver ég væri, ég svaraði nú bara sannleikanum og sagðist heita Captain Jack Sparrow.

Friday, April 20, 2007

Amen

Sundfuglinn flýtur ofan á vatninu, kristaltæru vatninu. Hann stingur höfðinu í kaf og sér til botns. Langt fyrir neðan hann synda litlir botnfiskar. Fuglinn stingur sér djúpt á kaf niður í ískalt, tært vatnið. Fjaðrirnar einangra líkamshitann. Sundfuglinn syndir dýpra og dýpra og dýpra.
Fiskarnir stækka eftir því sem fuglinn nálgast þá. Fjarlægðin gera fjöllin blá og fiskana smáa. Fyrr en varir er fiskurinn orðinn svo stór að sundfuglinum er hætt að lítast á blikuna. Hann ákveður að snúa við. Þá finnur hann að hann getur það ekki þar sem eitthvað togar hann í áttina að fiskinum, einhverskonar sog. Fuglinn horfir nú upp í opið, hvasstennt ginið á fiskinum og fer með bænirnar sínar: "Að eilífu....."

Lög

Röndóttur laukur
blár og gulur
skoppar um götuna.
Hann skiptist í tvennt
og hvor hluti fer í sína átt.
Báðir helmingar liðast svo í sundur
því þeir haldast ekki saman nema sem heild.
Laukurinn tortímist.

Svörtu klessurnar eru stafir

Ég sit og stari
þreytt.
Orðin eru innantóm
en í sameiningu
mynda þau texta
sem ég skil ekki,
því ég er ófær um að setja í samhengi.

Wednesday, April 11, 2007

Ný blogg á maskínunni

Ég er búin að skrifa þrjú ný blogg á maskínunni hér. Öll þessi blogg eru um Parísar ferðina og ég vona að þið skemmtið ykkur við lesturinn... Auðvelt er að kommenta/segja skoðun sína á vefnum og þvi mæli ég eindregið með þvi...

Wednesday, April 04, 2007

París annar hluti

Fyrsti dagurinn fór í að skoða París með hópnum og í fararbroddi var Eydís frönskukennari og rak Sigurbjörg lestina. skoðuðum við marga merka hluti. við átum á veitingastaðnum Flunch sem er nokkurskonar hlaðborð með vondum frönskum mat...Svo sáum við m.a. nokkra grínteiknara(sem tókst að plata út peninga frá 50% hópsins) og utan á Pompidou safnið. Þetta er víst nýlistastefnu listasafn og það sést líka utan á því. Við Tinna gerðumst hins vegar ekki svo frægar að fara þangað inn en það hefði líklega verið skrautleg sjón. Ég man eiginlega ekki mikið meira hvað var gert á hvaða degi því við gerðum svo margt þannig að eftir þetta fáið þið að lesa um hluti sem við gerðum en ekki í réttri tímaröð.
Fórum við þá öll saman að skoða Notre dame og fórum í síðdegis messu. Mér leið eins og ég væri voðalega mikið fyrir og því kom ég mér sem fyrst út. Svo skóðuðum við Lúxemborgagarðinn en það sem mér þykur fyndnast af öllu er að í öllum almenningsgörðum-eða mörgum, sérstaklega sem eru fyrir framan merka staði-, er bannað að ganga á grasinu-því er bannað að sitja á því-það er ekkert stemning í því að sitja á einhverjum stólu eða í tröððum. En já í garðinum voru litlir krúttlegir krakkar að leika sér með feðrum sínum að sigla litlum seglskútum á tjörninni-ótrúlega franskt eitthvað...

París fyrsti hluti

Ég og Tinna vorum að fara til Parísar með einhverjum fimmtubekkingum. Þar sem við erum sko þvílíkt Ví æ Pí lentum við í sætum líkum og þeim sem eru á First class í flugvélinni. Við mættum svo mygluð eftir þriggja klukkustunda flug á Charles de Geulle flugvöllinn í París og biðum eftir að töskufæribandið hreyfðist. Biðum í klukkustund í viðbót vegna seinkunar á farnagri. Svo er að segja frá hótelherberginu... Við lentum í 10 manna herbergi(upphaflega áttumk við að fá tveggja manna herbergi...) en herbergisfélagar okkar voru mjög skemmtilegar og því var ekkert við því að kvarta:) Herbergið samanstóð af tveim vöskum sem einungis heitt vatn kom úr, fimm tveggja hæða kojum og slá og herðatrjám. Svo voru nokkrir auka herbergisfélagar s.s. silfurskottur og rykmaurar sem lifðu sældarlífi þarna í tískuborginni-og lifa líklega enn í fötunum okkar:)