Á milli screengluggatjaldanna tveggja er bil. Í gegnum það skín sólin á andlit mitt eldsnemma á morgnana og í gegnum þetta bil horfi ég á útskúfaðar aspirnar í næsta garði sveigjast í vindinum fyrir framan hvítgráan bakgrunn sem himinninn dregur fyrir sig að kvöldi. Og sé stjörnubjart lít ég kannski þrjár bjartar stjörnur-ef ég er heppin; borgarmengunin þú veist. Stöku andlit sem stingur höfðinu út um opinn gluggann á húsinu með garðinum og kallar á Jóa-sem mér er sagt að sé köttur, en ég hef aldrei séð hann, kannski hann komi inn um gluggann á neðri hæð hússins. Mjór, lóðréttur og langur rammi minn sýnir mér þó yfirleitt allt sem ég þarf. Fyrr eða síðar mun allt fara framhjá rammanum mínum-fyrr eða síðar mun hann sýna mér allt.
Wednesday, August 08, 2012
About Me
- Name: Jóhanna María
- Location: Reykjavík, Iceland
Ég á lítinn skrítinn skugga, skömmin er svo líkur mér, leikur bæði úti og inni, alla króka sem ég fer....
Hefur þú eitthvað að segja???
Langar þig í gestabók?
Teiknimyndasogur
Utangarðsmunir
Myndbönd
Hlusta á tónlist
Nýlegt blogg
0 Comments:
Post a Comment
<< Home