Monday, February 21, 2011

Um vinnustofuna Seyðisfjörður 2011

Nokkrir listnemar, íslenskir og erlendir, setjast að, ár hvert á Seyðisfirði, í sautján daga í þeim tilgangi að setja upp sýningu í Skaftfelli. Skaftfell er menningarmiðstöð Austurlands og staðsett á Seyðisfirði. Bærinn Seyðisfjörður er einskonar millistaður, nógu afskekktur til að hægt sé að finnast maður vera einn, en nógu tengdur til þess að maður flækist ekki í eigin þankagangi í einveru sinni. Þannig er staðurinn tilvalinn til sköpunar og íhugunar. Mörg verkin á sýningunni bera lauslega keim af náttúru staðarins og sérstöðu hans.

Axel, Bergur, Heidi, Helga, Jóhanna María, Leó og Sebastian eru þau sem nú dvelja þar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home