Wednesday, February 02, 2011

Ég fékk póstkort um daginn. Það var ekki stílað á mig og heimilisfangið var ólesanlegt, það líktist ekki einu sinni addressunni minni. Póstberinn hlýtur að hafa sett bréfið í póstlúguna af einskærri tilviljun, ekki vitað hvað átti að gera við munaðarleysingjann og bréflúgan mín svosum virst jafngóð og hver önnur.
Ég opnaði bréfið nokkrum dögum seinna og í því stóð:
"Ég lifi í hliðarveröld sem staðsett er inni í bréfalúgunni þinni. Þú heitir kolröngu nafni þannig að ég vildi senda þér rétt nafn, líttu á umslagið!"

2 Comments:

Blogger SallyBean segir:

Og hvert er þitt rétt nafn??

Kv. Salvör

6:19 PM  
Anonymous Anonymous segir:

það stendur á umslaginu...
Kv. jóhanna

9:56 PM  

Post a Comment

<< Home