Friday, December 10, 2010

Ég sökka stundum feitt

Endilega láttu mig vita ef ég verð of sjálfhverf, mér er varla viðbjargandi. Ég er í ferli sem byggist á því að skilgreina sjálfa mig, skrifa ritgerðir um sjálfa mig, hugsa um sjálfa mig, gera umsagnir um sjálfa mig... Ég meira að segja blogga um sjálfa mig. Ekki eins og það hafi ekki verið nóg af því fyrir. Ég er meira að segja búin að vera svo upptekin í sjálfhverfunni að ég kaus ekki í stjórnlagaþingskosningunum.
En það er alltaf ég í samhengi við umhverfið, innblástur, idolin, áhrifavaldana, og það er svo erfitt að sjá hvað af þessu er það sem raunverulega hefur áhrif og hvað er það sem ég vildi að hefði áhrif. Auðvitað vill maður að áhrifavaldarnir séu ógeðslega svalir listamenn en ekki einhver róni úti í bæ... Þegar það hins vegar er róni út í bæ sem er áhrifavaldurinn þá reynir maður að dulbúa það með því að kasta fram eftirá nokkrum nöfnum svalra listamanna sem hafa unnið með rónum úti í bæ. En af því að ég er svo léleg í namedropping leiknum að þá þarf ég alltaf að leita heimilda, googla og þessháttar til að kasta nöfnunum fram. Sem gerir það að verkum að samtalið er komið á allt aðrar götur og það eina sem ég get gert er að vona að sama samtal eigi sér stað aftur, með einhverjum öðrum og ég get loksins nýtt mér nöfnin, ef ég er ekki búin að gleyma þeim... Ég sökka stundum feitt... Kannski er ég bara feit... Kannski er ég bara feik...
Með stjórnlagaþingið... Þing fólks, sem kannski getur haft áhrif á breytingar á stjórnarskránni. Kosningarnar-prufa hvernig persónukjör gæti hugsanlega virkað ef það yrði einhverntíman tekið upp...
Fólkið sem bauð sig fram: Örugglega gott fólk upp til hópa... En það sem það setur í kynninguna sína getur verið mesta bullshitt ever, hvað veist þú um það? Kannski er gellan sem þú vilt kjósa í fyrsta sæti siðlaus og segir hvað sem er til að komast í einhverja valdastöðu(sem er þó ekki mjög valdarík... Þýðir það þá að fólkið sem býður sig fram er heiðarlegt því það vill valdalausa stöðu?)
Orðin: ,,Hamingja, sameining og orka" geta staðið fyrir framan hvaða hlut sem er og þýtt mismunandi hluti, þau geta líka verið merkingarlaus, en af því þau eru sett fyrir framan eitthvað gerum við ráð fyrir að það sé sannleikur...(kemur frá Baldri bekkjó). Það að frambjóðandi noti þessi orð í kynningunni þýðir ekki að hann líti á þau á sama hátt og ég þegar ég les kynninguna hans. Hann gæti verið að meina þvíngaða hamingju(allir eiga að taka þunglyndislyf), sameningu(fasíska) og orku(íslendingar eiga allir að æfa líkama sinn og heila stíft ef til stríðs skyldi koma)...
Er ég ekki bara að afsaka mig með innantómum orðum?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home