Dagbók listamanns statement 1-2
Leiðin skiptir miklu máli, ekki endilega í endanlegu formi, heldur fyrir mig. Spuni er mikilvægur. Spuni út fra´e-u sem birtist mér í umhverfinu. Það að setja eitthvað saman sem annaðhvort passar saman eða ekki. Oft óreiðukenndar aðferðir vi ðað ná einhverju út úr sjálfri mér. Stundum sest ég niður með penna í hönd, með blað fyrir framan mig og skrifa orð. Spinn út frá því og úr því verður ljóð eða texti eða mynd. Jafnvel skúlptúr. Vinn ég á svipaðan hátt í aðra miðla t.d. leir, eða video. Horfi á það sem kemur út og yfirleitt reyni ég að vinna eitthvað smá út úr því, ekki of mikið, en nóg til þess að mér finnist það ná einhverju nýju eða fögru eða ljótu eða fyndnu. Stundum öllu í einu. Með uppsetningu finnst mér best að hugsa ekki of markvisst heldur setja hluti fram í e-u samhengi eða andstöðu frekar hratt, stundum hrátt. Vinna með hugmyndaleysi, ritstíflu, prófa mig áfram með efni, læra á þau, leyfa efninu að hafa áhrif á mig og hafa áhrif á efnið.
28. sept ´10
Að setja eitthvað fram og rökstyðja það. Setja svo fram eitthvað annað og grafa þá undan fyrri fullyrðingu. Vera í mótsögn og meðsögn vegna þess að allt sem þú segir og gerir hefur jákvæð eða neikvæð áhrif á það sem á undan er liðið eða það sem eftir kemur. Þú borðar t.d. jógúrt til að fá kalk, en jógúrtin er með kaffibragði(1% kaffi) sem þ.a.l. kemur í veg fyrir að sumt af kalkinu er ekki tekið upp í blóðinu og skolast út með þvagi eða hægðum. Allt virkar á svipaðan hátt og ómögulegt er að koma í veg fyrir að eitthvað standi eða falli með ásetningi. Í hvert sinn sem þú segir eitthvað þá er það á skjön við eitthvað sem þú hefur áður sagt eða haldið fram. Þó þýðir það ekki að önnur sögnin sé sannari, standi þér nær, í öðru en tíma, því oft er hægt að vera á mörgum skoðunum í einu. Að viðurkenna hræsni sína er merkilegri hlutur en að vera hræsnislaus. Því hræsnislausir eru annaðhvort einfeldningar eða meistarar í geislandi sjálfsblekkingu.
29. sept
0 Comments:
Post a Comment
<< Home