Útilega
Flíspeysan strýkst upp við gerfiefnið í útilegustólnum. Mýflugan sveimar í kringum höfuðið og sest í hárið. Tóm augu horfa á sólarlausan himininn og þögnin í kring er mettandi. Döggin í grasinu bleytir upp bómullarsokka og sandala með frönskum rennilás sem liggja við berar fætur. Inni í tjaldi bíður kaldur brakandi svefnpoki eftir því að hlýr líkami hiti hann upp.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home