Saturday, February 20, 2010

Gjörningar, gerningar, happenings, performance art...

hæhæ. Soldið langt síðan ég hef bloggað seinast. Ég er núna í áfanga sem heitir gjörningar og video. Ég veit svosum alveg hvað þið hugsið þegar þið heyrið ,, gjörningar"... Naktir karlmenn að meiða sig og blóð... Það er nú ekki alveg svo einfalt. Hér er t.d. mjög töff gjörningur/video sem Janine Antoni gerði.
Um daginn framdi ég gjörning sem var svona. Ég fór í Hagkaup í Kringlunni og las upp frumsamið ljóð í hátalarakerfið þar. Konurnar sem voru að vinna þennan dag gerðu allt sem þær gátu til að fá leyfi fyrir mig og er ég þeim mjög þakklát.
Í gær settum við öll upp gjörninga í skólanum fyrir nemendur og kennara. Ég sat á gólfinu á annarri hæð með gamla bók um fugla sem hafði verið lokuð í alllangan tíma. Þetta var bók sem okkur áskotnaðist þegar amma flutti úr íbúðinni sinni og í minni íbúð í blokk fyrir aldraða. Bókið innihélt blaðsíðurmeð myndum af fuglum og í gjörningnum reif ég þær allar út úr bókinni. Svo bjó ég til skutlur úr öllum myndunum og í endann opnaði ég glugga og skutlaði þeim út. Það var rosalega flott hvernig blaðsíðurnar svifu um í rokinu. Ég er samt með smá samviskubit yfir því að hafa hent rusli út í náttúruna, vona bara að þetta verði fljótt að mold... Það tók mig þvílíkt langan tíma að brjóta öll blöðin saman í skutlur en það voru nokkrir sem í alvöru sátu allan tímann og horfðu á...
Á fimmtudaginn förum við öll í áfanganum með rútu til Flateyrar(6-7 klst akstur) og verðum í húsi þar þangað til á mánudag. Við fáum með okkur tvær upptökuvélar og verðum líklegast allan tímann að taka upp efni... Vona að það komi eitthvað út úr þessu:D

2 Comments:

Anonymous Eva segir:

vó tímdirðu fuglabókinni?

annars hugrökk finnst mér að þora slíkum gjörningum

11:39 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Það var soldið erfitt að rífa allar þessar blaðsíður úr, en það kom bara auka tvist á gjörninginn, ég varð alltaf reiðari og reiðari við að rífa blaðsíðurnar út... hehe

9:52 PM  

Post a Comment

<< Home