Wednesday, August 04, 2010

Frekar löng spurning en...

Örlitlar bárur á vatnsfletinum bjaga spegilmynd fjarðarins. Það er eins og sjórinn hafi fótósjoppað fjallið. Ég stíg aðeins nær, sko... Nú er ég líka fótósjoppuð. Stelpan í vatninu er ekki með jafnmarga fæðingarbletti, jafn veglegt nef og ekki jafn stórar mjaðmir og ég. Er Hún þá Ég? Ég sest á hækjur mér, teygi höndina út í vatnið. Hún teygir hönd sína í himininn. Ég gríp í hönd hennar, hún grípur í hönd mína. Ef ég toga, togar hún líka og mun ég þá enda sem fótósjoppuð mynd hennar á örlítið báruðum vatnsfletinum?

2 Comments:

Anonymous Eva segir:

En eftir því sem þið togið meira verður fjarlægðin milli ykkar meiri, ekki satt?
Hvað myndi gerast þá ef þið ýttuð á móti, þá gæti hugsast að þið sameinuðust hvorri annarri..

3:29 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Reyndar... Sameinast í vatnsyfirborðinu?
Kv. Jóa

11:44 PM  

Post a Comment

<< Home