Samtíningur ljóða í safn
Hann flýtur þarna á vatnsyfirborðinu
í hvítu postulíninu,
liðaður og fallega hringaður
eins og vatnalilja,
hinn hvíti, hreini
tannþráður.
Þráðurinn sem hann notaði til að draga úr höfði hugmyndirnar, myndirnar
og hugsanaþræðina, til að þæfa úr þeim ull,
ullarband,
og prjóna úr þeim gull.
Gylltir eins og appersínugulir æðafuglar
taka þeir strætó
og virða fyrir sér útsýnið
í gegnum rispaðar rúður
í von um að sjá heiminn í nýju ljósi.
Á leið sinni safna þeir orðunum saman
í ljóð hinna röngu orða
yfirstrikuð orð, útþurrkuð,
ekki rétt skrifuð, ekki rétt hugsuð.
Á meðan fer fram uppskurður, bókagagnrýni
á þröskuldi andstæðra póla
þar sem skera skal úr hjartað og lungun
því það er rembihnútur á æðakerfinu
og tilfinningarnar mega ekki flæða til heilans.
Í gær meig ég í skóna.
Ég meika þetta ekki lengur.
Ég loka þær inni
til seinni afnota, misnota
ónota.
Innilokaðar,
innantómar að innanverðu
inni loka, inni í tóminu, inni verða um aldur og ævi.
Bíða eftir þér
lesa ljóð eftir þig.
Djöfull ertu frábær...
Eins og Tom Jones.
í hvítu postulíninu,
liðaður og fallega hringaður
eins og vatnalilja,
hinn hvíti, hreini
tannþráður.
Þráðurinn sem hann notaði til að draga úr höfði hugmyndirnar, myndirnar
og hugsanaþræðina, til að þæfa úr þeim ull,
ullarband,
og prjóna úr þeim gull.
Gylltir eins og appersínugulir æðafuglar
taka þeir strætó
og virða fyrir sér útsýnið
í gegnum rispaðar rúður
í von um að sjá heiminn í nýju ljósi.
Á leið sinni safna þeir orðunum saman
í ljóð hinna röngu orða
yfirstrikuð orð, útþurrkuð,
ekki rétt skrifuð, ekki rétt hugsuð.
Á meðan fer fram uppskurður, bókagagnrýni
á þröskuldi andstæðra póla
þar sem skera skal úr hjartað og lungun
því það er rembihnútur á æðakerfinu
og tilfinningarnar mega ekki flæða til heilans.
Í gær meig ég í skóna.
Ég meika þetta ekki lengur.
Ég loka þær inni
til seinni afnota, misnota
ónota.
Innilokaðar,
innantómar að innanverðu
inni loka, inni í tóminu, inni verða um aldur og ævi.
Bíða eftir þér
lesa ljóð eftir þig.
Djöfull ertu frábær...
Eins og Tom Jones.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home