Wednesday, October 12, 2011

Með karamellur í rassvasanum

Með karamellur í rassvasanum
Bíð eftir að þær mýkist
Geng allan daginn
Með karamellur í rassvasanum.

Hún var glerhörð í morgun,
Óþroskuð, óæt
Ég fann það með puttunum
Ég setti tvær til vonar og vara
Ef ég skyldi vilja aðra seinna.

Hún var ljúffeng loksins þegar ég át hana
Mjúk, teygjanleg og
Ef ég væri með lélegar fyllingar
Þá myndi ég kyngja þeim með.
Svo át ég hina.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home