Tuesday, July 31, 2007

Vinnan og voyage:)

Vúhú, ég er að fara að leggja af stað í leiðangur um Frakkland eftir tvo daga og ég er að farast úr spenningi. Ég og Harpa ætlum að fljúga til Parísar og ferðast þaðan til Montpellier, Marseille og Nice í lestum með stóra bakpoka á herðum okkar og gista á sjabbý hostelum. Eins gott að ég fái ferðavæna klippingu á morgun hjá hárgreiðslumanneskjunni-það má ekki líta út eins og reytt hæna á öllum myndunum sem verða teknar af manni fyrir utan hin stórmerkilegu hús og hýbýli í Frakklandinu. Já, þav erður gott að losna við fáein hár af höfðinu þar sem hryssuheilkennið er farið að hrjá mig allverulega.
Í dag er ég 141.000 kallinum ríkari en í gær, en eftir tvær vikur og tvo daga verð ég þó líklegast fátækari heldur en ég var í gær sökum eyðslusemi í Frakklandi.
Sniðugt, ég sá bæði Ármann í vinnunni í dag(Kaffitár í þjóminjasafninu) og systir hans. Ég þurfti þó ekki að sjá bróður Ármanns þar sem þeir líta alveg eins út og með því að sjá annan tvíburann þá er ástæðulaust að sjá hinn...

Friday, July 27, 2007

Matur er list

Ég bara kemst ekki yfir það hvað ég er mikill sælkeri. Ég kom heim í autt hús, svöng og langaði í eitthvað gott að borra. Já ég reddaði mér bara og viti menn hvað ég töfraði fram... Ég skar niður sætar kartöflur og venjulegar kartöflur(og höndina mína í leiðinni) í þunnar sneiðar og kryddaði að marokkóskum hætti, ég bjó mér til salat með kletasalati, tómötum, papriku, jógúrt sósu með hvítlauk, sólþurrkuðum tómötum, steinselju, sósukryddi og salti og pipari-toppaði svo salatið með vínberjum, og svo setti ég fyllta sveppi inn í ofn með kartöflunum. Lostæti!!! og ekkert kjöt... Ég tók ekki einu sinni eftir því fyrr en ég var búin að troða þessu öllu í mallann:)
Mig langaði líka að segja ykkur frá því að ég var að teikna hana Ísabellu litlu frænku mína og verð að segja að myndin heppnaðist býsna vel... Verð að setja þetta inn á netið við tækifæri:)

Bara að blogga til þess að blogga

Þar sem Skari ákvað að loka grillinu samanstóð kvöldmaturinn minn af tveim skömmtum af epla og kanil hafragraut og ofnfrönskum með tómatsósu.
Eeeeee, jám, ég hef ekkert meira að segja, nema ég er að fara út í bakpokaferðalagið eftir viku:)

Tuesday, July 24, 2007

23. júlí 2007

Þvílíkt veður sem á okkur lenti í dag.... Steikjandi hiti og Sunna fyrri partinn og hellidemba þann seinni. Ég allavega nýtti mér sólina og hjólaði í bæinn-hitti Hegu systir. Við fórum í Eymundson á Austurstræti og sátum úti á veröndinni og leyfðum sólinni að lita kroppinn aðeins. Þegar hitinn var orðinn óbærilegur hljóp maður bara inn og keypti sér eitthvað kalt að drekka, s.s. frappuchino með hálfu skoti af irish cream og svo jarðaberja og hindberja frappó-te með jarðaberjasírópi. Á meðan við dreyptum á þessum veigum skoðuðum við hár-blöð þar sem við báðar erum í krísu vegna hárvandamála. Við hittum hann Haffa þar sem hann húkti inni í þessu góða veðri og las skrítlur á meðan vinkona hans las Potterinn, þau fengu ekki borð úti sökum fólksfjölda. Við buðum þeim bara að setjast út í góða veðrið með okkur. Eftir smá spjall sukku Haffi og vinkona hans svo djúpt í bækur sínar að ég og Helga fórum í heimsókn til Svönsu og félaga í Kópavoginn-þar sem þau fjölskyldan gista. Þar át ég á mig gat af kókópöffsi og drakk expresso sem kom úr instant Nestlè kaffi... Það var kremma og kaffifroða og allt!!! Ótrúlega spes. Þá kom demban, hellidemba og veðurhljóð á himni... Og ég sem átti enn eftir að hjóla heim úr bænum-enda var sætið á hjólinu blautt þegar Helga skutlaði mér að því. Það var þó búið að stytta upp þegar ég hóf hjólaferðina og hélst þurrt þangað til ég kom heim, þá missti guð vatnið....

Sunday, July 22, 2007

barambútsjí

Hárið á mér er í KLESSU og ég er farin að þrá hvern sem er sem kann að fara með skæri!!! Toppurinn er massífur og síður sem þýðir að hann er í augunum á mér og ég svitna óþægilega mikið á enninu. En, þar sem ég er nískupúki tími ég ekki að borga mikið meira en 2000 kall fyrir klippingu. Ég er að reyna að safna hári og mig langar að gera eitthvað nýtt við toppinn, langar að hafa hann þægilegan og auðveldan þar sem ég er að fara í tveggja vikna ferðalag um Frakkland með Hörpu, og við munum ferðast um með lestum og gista á hostelum og allt sem við getum tekið með okkur verður að rúmast fyrir í ca. 60 lítra bakpoka. Það þýðir, engin hárþurrka, ekkert sléttujárn, engin 8 kílóa snyrtitaska..... Við verðum víst að treysta á náttúrulega fegurð á þessu ferðalagi.
Ég var að horfa á mynd sem heitir Boondock saints. Ég hef heyrt að hún sé rosalega góð, en hálfgerð "cult" mynd, þ.e. mjög góð mynd sem þó aldrei komst á neina metsölulista og fáir hafa séð... Jújú hún var fín, og löggukarakterinn var ágætur og leikararnir voru sætir, en þetta var allt eitthvað aðeins of ýkt fannst mér.... Allir öskrandi og aðeins of miklir kúlistar, það var meira að segja atriði þar sem þeir straujuðu sárin sín- "arrrgh matsjó"..... Hmmm, hvað með bara sótthreinsikrem, verkjalstillandi og sárabindi????

Friday, July 20, 2007

Die Hard, mega hard!!!

Skellti mér á Dæhardið í bíó, eða öllu heldur átta manna kompuna sem sýnir kvikmyndir í Regnboganum í kvöld. Verð að segja að myndin var nú bara nokkuð kúl á því. Að sjálfsögðu var hellingur að atriðum í myndinni sem aldrei gætu átt sér stað í raunveruleikanum, en þessi atriði voru þarna einungis til þess að sýna að tæknibrellugaurarnir geta gert svona kúl brellur... Svo var nottla atriðið þar sem Brúsinn segir "kají motherfokker"-rétt í endann.... Uss, bara kúl...

Ég er sorgmædd í dag, þetta var síðasti vinnudagur Haffa yndis, sem vann með mér í Kaffitári í Kringlunni. Nú hefur hann látið færa sig í Listasafn Íslands í Tárið þar. Þegar ég hætti í dag var ég við það að fella fáein tár, en ég náði að hrista burt sorginni áður.

Monday, July 16, 2007

Á dauðastundu

Ósk ég á mér heitasta,
ef að þú vilt ljá mér,
er kemur stundin seinasta,
að sitjir þú hér hjá mér.

Elliglöp og eymslalíf
mig eru nú að draga
dauða til, ég upp þá svíf
en vertu bara hjá mér.

Þó ég sýni ei svip minn enn
hann situr þrátt fyr í mér.
Hræðslan ávallt hæðir menn,
hún einnig er í brjósti mér

Svo, viltu vera hjá mér?

Kannski smá "emo" ljóð og þunglynt, þar sem maður er nú ekki beint að deyja á morgun-vonandi... Sjö, níu, þrettán-bankbankbank...

Friday, July 13, 2007

Morgunblogg

Innihaldsleysi sökum þreytu.

Af hverju var ég að blogga???

Jæja, þá er að drífa sig í vinnuna...

Sunday, July 01, 2007

Í Danmörku

Eins og þú veist þá erum við fjölskyldan og Danni frændi í Danmörku. Það er búið að rigna á okkur heljarinnar mikið og í gær þá ákváðu veðurguðirnir að skjóta á okkur risastórum haglkúlum.... Þetta var sko haglél á stærð við nöglina á litlafingri!!! Huuges... Við átum svínalundir í gær og í dag erum við að fara að fá hrygg. Við erum öll með hjól hérna og bíðum bara eftir sólinni og blíðunni til þess að geta farið í smá hjólatúr með nesti og gotterí. Við fórum í dag í Egeskov, sem er risastór garður meðmótorhjóla- og bílasafni, völundarhúsi, litlum görðum, stórum herragarði sem lítur út eins og kastali og fullt af fleiru merkilegu. Við löbbuðum um í hengbrúm í tugi metra háum trjám, fórum í völundarhúsið og týndumst smá, og svo komum við við í mótorhjóla- og bílasafninu-svona til að friða karlana sem eru með okkur... Svo fórum við á markaðinn og keyptum okkur ferska og nýupptínda ávexti. Svo fórum við mamma, pabbi og Danni í miðbæinn í Odense og fengum okur heit súkkulaði á meðan Svansa og Halli gerðu kvöldmatinn tilbúinn:)