Wednesday, May 30, 2007

Bara gaman blogg

Á útskriftinni syngjum við s.s. Gádann, Tíminn líður trúðu mér, Skólasöng og Grafskrift... Af því að þegar maður er að útskrifast þá líður manni eins og maður sé að deyja!!!!

Spjallaði við skólastjórann í Myndlistarskóla Reykjavíkur og komst að því að þeir eru með eins árs nám sem er eins konar fronám fyrir listaháskóla. Ég er þá að fara að skila inn umsókninni minni á morgun þangað og svo á laugardagin mæti ég í inntökupróf sem verður frá kl 9-16 og þar mun ég sýna hæfileika mína:) Ég á að mæta með teikniblýanta og vatnsliti. Hef aldrei verið neitt sérstök í vatnslitum:( Þetta verður spennandi...

Ég keypti mér dásamlegan kjól í dag, og annan til:) Málið var sko að mamma ætlaði að kaupa handa mér svona frekar venjulegan bláan kjól fyrir útskriftina sem ég var orðin ástfangin af, en svo prófaði ég þennan prinsessukjól, hann er svona dimmrauður með rauðum rósum á, úr einskonar silki-efni... Fallegur:) Þá keypti mamma þann kjól og ég keypti mér sjálf bláa kjólinn, get verið í honum á morgun á einkunnasýningunni. Svo fórum við í accessories í kringlunni að skoða skartgripi, en ég fann enga sæta sem myndu passa við kjólinn svo ég splæsti einu veski handa mér, svona grátt úr gerfileðri með langri ól, og stjörnum:) Það er svoooo gaman að eiga nýtt dót.

Wednesday, May 23, 2007

Enn eitt bloggið sem fjallar um prófraunir

Á morgun verður læridagurinn mikli, ég mun sökkva mér ofan í íslenskar bókmenntir nútímans og fyrri tíma og mun dvelja þar þangað til hungur skekur eða mér verður mál að pissa....
á morgun mun ég lesa: Sólarljóð, Lilju, Passísálmana, stöku ljóðin í Lyngfiskinum, ljóðin í heftinu, glósur um allt þetta og glósur um smásögurnar!!! Ekkert smá. Ég mun s.s. heyra í vekjaraklukkunni klukkan 10 á morgun og mun ekki hætta að læra þar til Despó byrjar:)
Eftir munnlega íslenskuprófið á föstudaginn ætla ég annaðhort að fara heim að sofa eða fara í bæinn að eyða peningum:)
Frá því á þriðjudaginn, þegar hið illa munnlega stærðfræðipróf átti sér stað, hef ég hugsað til hins arfavonda einstakling sem ákvað að það væri geðveikt sniðugt að láta nemendur þreyta munnleg próf... Ég skal viðurkenna að munnleg próf eru afsakanleg í tungumálafögum þar sem það er í raun ætlast til þess að þú getir komið út úr þér orðum og talað tungumálið, en stærðfræði!!! Það er óafsakanlegt að setja inn í stofu tvo alvörugefna kennara, annan sem á að vera prófdómari, helst einhver sem þú hefur aldrei séð, og svo kennara sem hefur kennt þér í kannski tvö ár-þess vegna er enn vandræðalegra að gera sig að fífli fyrir framan hann... Svo er settur inn langþreyttur og hyperstressaður nemandi, sem hefur beðið í 3-4 klukkutíma, vegna ófyrirsjáanlegra seinkana, inni í stofu fullri af öðrum nemendum í misannarlegu ástandi. Nemandinn fær u.þ.b. tuttugu mínútur inni í stofunni til þess að íhuga dæmi og sannanir á blaði sem hann hefur dregið á meðan annar sveittur og stressaður nemandi eipar einhverjum orðum út úr sér sem hljóma stærðfræðileg. Á meðan nemandinn íhugar prófblaðið sitt horfir hann á framtíð sína sem mun eiga sér stað eftir ca. 20 mínútur í einstaklingnum sem stendur fyrir framan kennarana og eipar.... Hvernig ætli hjartasjúklingur kópi???? Getur hann tekið þátt í þessum nasistatilraunum??? Já ég segi nasistatilraun þar sem þetta er ekkert öðruvísi en að setja einstakling í 0°C heitt vatn(eða jafnvel kaldara-þá þyrfti reyndar að létta á loftþrýstingi) og bíða þangað til hann drepst, bara til þess að sjá hvursu lengi hann getur staðist kuldann!!!
En já, bara svona til þess að láta ykkur vita þá gekk mér bara frekar vel í munnlegri stærðfræði þrátt fyrir óstöðvandi skjálfta og stam, ég var líka ótrúlega ánægð þegar ég gekk út úr prófstofunni, svona eins og eftir rússíbanaferð, nema það var ekk eins gaman á meðan yfir stóð!!! Ég HAAAATA munnlegt stærðfræðipróf(og snikkerskökuna á Kaffitári).

Monday, May 21, 2007

Litla nísið mitt:)

Hér er linkur á myndband af litlu Ísabellu Karínu(nf:Karín-kann ekki að beygja) frænku minni, litlu systur Rakelar Köru:) Ég á svo fallegar frænkur:D

Saturday, May 19, 2007

Geyr nú Gramur mjög

Eitt sinn skal hver maður deyja,
hvort eður þurra eða vota gröf skal heygja.
Ó segðu mér, fagra Freyja
hvenær minn dauðahundur mun geygja.

Thursday, May 17, 2007

Klukkutikk

Oh ég þooooli ekki vekjaraklukkuna mína... bæði það að hún vekur mig alltaf á morgnana(augljóslega) og líka það, að þegar ég ligg uppi í rúminu, að reyna með öllum mínum kröftum að festa svefn, þá hefur klukkan mín hávaða!!! Já það er hávaði í klukkunnu minni á nóttunni þegar allt annað er hljótt og ekki einu sinni fuglaskrattarnir tísta!!! Það heyrist nefnilega í sekúnduvísinum á vekjaraklukkunni minni og ég er að vera biluð á þessum hávaða!!! Ok þetta getur kannski ekki beint talist til hávaða en samt, þetta er óþægindahljóð og ég þoli þetta ekki lengur! Í gærkveldi lá ég andvaka, eins og allar hinar næturnar í þessari próftörn, og þrýsti saman augnalokunum, með sængina fyrir báðum eyrunum og bað almættið um að ég fengi svefn, þá heyrði ég ekkert nema "tikk, tak, tikk, tak" já, annaðhvort hljóð er háværara en hitt, Óþolandi!!! ég stóð upp undan sænginni, í kolniðamyrkri, og setti klukkuna í skammakrókinn, þ.e. fram-út úr herberginu... Í staðinn stillti ég vekjarann á gsm-símanum mínum. Ég svaf vel þessa nótt!!! Ég ætla mér að gera þetta aftur í nótt! Góða nótt:)

Tuesday, May 15, 2007

1/2 Stærðfræði afstaðin

Ég þreytti stærðfræðipróf í morgun og uppsker vonandi 6-7 í einkunn, enda búin að sitja húkt yfir stærðfræðiplágunni miklu alla helgina... Nema kannski þegar ég fór með mömmu og Pabba að hitta vinafólk þeirra.. Eða þegar ég fór að sjá risessuna... Eða þegar ég fór með Mömmu og Helgu út að borða á Vegamótum... Eða þegar ég fór í afmælisveislu til Danna frænda.... Eða... Eða... Já, þrátt fyrir að hafa lært mikið um helgina þá tókst mér að gera margt merkilegt einnig. Kannski ef ég hefði gert minna merkilegt og lært meira hefði ég hugsanlega getað sáð fyrir meira en 6-7. En ég er hógvær að eðlisfari og býst nú ekki við hjá sjálfri mér að sökkva mér ofan í hinn djúpa og töluvert torskiljanlegan heim stærðfræðinnar enda ekki mikill áhugi fyrir hendi í því litla, krúttlega og listhneigða heilajukki sem ég ber þarna í hæstu hæðum, 1,70 metra yfir sjávarmáli, ef staðið er á ströndu.
Hryssuheilkennið er farið að gera vart við sig á ný en ég býst nú ekki við að það þurfð að hefja meðferð við því alveg strax, kannski eftir prófin.

Friday, May 11, 2007

Hvað segir maður? Á að sjá Risessuna á Laugardaginn?

Fjandinn hafi það Júróvísjón...

Ánægð með að Serbía komst.
Fannst Belgía glötuð fyrst en svo fannst mér svo fyndið þegar hann tók falsettuna, og dansinn hans... óborganlegt! Svo og gaurarnir með saxófóninn og trompetinn!!! Þetta langar mig til að sjá aftur. Er frekar sátt við að það komst ekki áfram, annars hefði það líklegast geta kastað mér í laugina þar sem popp og Chokkó-gæjar ráða ríkjum... Þetta var samt Diskó!
Fannst macedónía flottara í Norrænu umræðuþáttunum, þá var rödd söngkonunnar ekki svona aum.
Búlgaria fannst mér flott helst út að orðinu "Mítrele"... Vá, ég vildi að íslenska ætti svona kúl orð.
Ég hata Tyrkneska lagið, leitaði mér að snarli á meðan það sauð heila foreldra minna.
Pólska lagið fannst mér hörmung... Ég fíla ekki hórmagnara(hórmangara?-veit ekki hvernig það er stafsett).
Fannst hollenska lagið flottara á hollensku, það var svo gaman að hlusta á textann:)
Unsubstantial blues(man ekki hvaða land) var flott líka, en er sammála Gísla-Hvað er með ljóta "Bus stop" skiltið? Það hefði mátt setja smá pallíetur á það og diskóljós.... Djók, Sviðsmyndin var líklegast hönnuð af gaurnum sem ég sá eitt sinn pissa fyrir utan Lækjatorg.

Sunday, May 06, 2007

Bíóblogg

Ég sá Spídermanninn í gærkveldi í bíó með Helgu systur minni. Myndin var ekkert arfaslæm en hún getur ekki talist góð... Fyrsta myndin var miklu betri og önnur myndin var skárri. Held að þetta sé að dala... En já þarna komu fram fínir brandarar og allt svoleiðis, það var ekkert að klikka, heldur voru löngu dramaatriðin að gera út af við þessa mynd... Ég er farin að halda að allir vondu kallarnir sem munu nokkurn tíma koma fram í myndunum séu einhverskonar ógæfumennm; Þeir lenda alltaf í einhverjum hremmingum, þurfa að ræna banka til þess að bjarga barninu sínu, þurfa að drepa nokkra til þess að bjarga heiminum frá því að verða orkulaus(korkrabbagaurinn í síðustu mynd) og því verða þeir á endanum vondir... Og svo er eitt í viðbót, vondu kallarnir eru aldrei kúl leikarar... Þetta eru alltaf leikarar sem maður þekkir úr öðrum bíómyndum/sjónvarpsþáttum sem algerir lúserar og aular(Kolkrabbamaðurinn lék lúseraföður í leiðinlegum sjónvarpsþætti á Skjá einum, seinni svarti maðurinn í nýjustu myndinni er nörda fíflið í That's 70's show og Sandmaðurinn er lúsera-eiginmaðurinn í Sideways)... Af hverju er ekki hægt að finna kúl leikara til þess að leika kúl vondan kall???

Friday, May 04, 2007

Spes

Gerum ráð fyrir að alheimurinn sé óendanlegur(veit ekki hvort það sé búið að sanna það eða hvort þetta sé bara kenning). Er þá allur alheimurinn miðja alheimsins? Þetta var ég sem sagt að hugsa rétt áður en ég sofnaði í nótt...
Það er alveg ótrúlegt og óþægilegt að í prófunum þá dreymi ég um að ég sé að læra, og ég segi allskonar setningar í draumnum sem gætu alveg staðist sem skilgreiningar á fyrirbærum eða sem söguleg atriði.... Allt sem ég segi er hins vegar bull og ég bý til allskonar nöfn og dót... t.d: "Páll Friðgeirsson fann árið 1968 steingerving á Tjörnesi. Steingervingurinn líktist bæði flugu og froski í senn og er haldið að þarna sé kominn týndi hlekkurinn milli sexfætlna og froskdýra."
Mig dreymdi um daginn að ég væri öll þakin í kattarhárum, þetta var einskonar feldur en samt ekki.
Seinustu nótt dreymdi mig að ég væri vinur hunangsflugu... er ég einmana???