Friday, June 06, 2008

Já sjáðu nú til, þetta er lífið!!!

Ég er á leiðinni úúúúút, nanananananana:D
ÞAnn 14. júní held ég til hennar Ítalíu, réttara sagt Mílanó, með kórfélögum mínum og foreldrum mínum. Þaðan förum við beint til Verónuborgar og gistum þar fáeinar nætur. Í framhaldinu ferðumst við til Portoroz í Slóveníu hvar við verðum einhverjar nætur. Þar sem þetta er kórferð munum við að sjálfsögðu halda tónleika hér og þar og syngja úti á götu um kvippinn og hvappinn. Eftir þetta ævintýri höldum við foreldrar mínir áfram frá Mílanó til Kaupmannahafnar þar sem þau hitta Önnu og Jóa vinafólk sitt en ég tek lestina beint til Óðinsvéar til Svönsu og Halla og Rakelar og Ísabellu:D Svo koma Mamma og Pabbi til Óðinsvéar og við verðum þar í eina-tvær nætur. Þaðan keyrum við til Þýskalands hvað við verðum í sumarbústað við ströndina:D Svo kem ég bara heim þann 8. júlí og fer að vinna aftur.
Þetta er samt ekki búið enn...
Ég er ekki fyyrr komin heim þegar ég fer í aðra utanlandsferð, ég er nefninlega að fara með Hörpu og evu til Lundúna þann 28. júlí og verð þar í 6 nætur. Þar ætlum við að eyða peningum í safnafarir, útsýnisferðir, verðslunarfarir og markaðsfarir. Já þetta verður svo viðburðarríkt sumar:D
Svo er ég líka komin inn í Listaháskóla Íslands og því hef ég samastað næsta vetur:D Ég get ekki beðið eftir því að fara að lifa lífinu mínu:D:D:D:D

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Til hamingju með listaháskólann ;)

Þetta verður aldeilis viðburðaríkt sumar hehe!! Hlakka til Lundúnaferðarinnar ;)

12:27 AM  
Anonymous Anonymous segir:

verðum við ekki að hittast eitthvað áður en að þú ferð út...?

7:05 PM  
Anonymous Anonymous segir:

júmms:D hittusmt:D ég er að vinna á morgun(miðvikudag) og hinn en ég er búin 5 á morgun(miðvikudag) og 4. hinn.við getum hist eftir það. Svo var ég að spá í að vera bara að pakka á föstudaginn...
Jóhanna

5:59 PM  

Post a Comment

<< Home