Wednesday, May 14, 2008

Whipped cream or chocolatesauce?

Á laugardaginn, 17. maí kl 20:00, verður árshátíð Kaffitárs haldin í Njarðvík. Rútur sækja fólkið sem býr í siðmenningunni á höfuðborgarsvæðinu kl. 19:00. Ég var svo mikill kjáni að taka að mér vinnu í Bankastræti til kl. 18:30, sem þýðir að ég verð, eftir vaktina, að taka með mér og klæða mig í fína kjólinn minn inni á hinu agnarsmáa klósetti sem Kafftár í Bankastrætinu skartar og gera mig fína þar. Kannski ég taki með mér svitalyktaeyði og eitthvað ilmsprey sem eyðir kaffilykt... Það er alveg dæmigert að mér takist að klína rjóma eða einhverjum andskotanum í hárið á mér þennan dag, sjáið til, hvað sem það er, rjómi, karamellusósa, kaffikorgur, tyggjó, hesilhnetusíróp, mér mun takast að skarta því á árshátíðinni... Bíðið bara. "hmm, hvaða lykt er þetta, nýtt ilmvatn?"... "nei, Irish Cream"...

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahahaha reyndu bara að vera smá dama í vinnunni og ekki hrista neitt nema það sé lok á því ;)

Svo klikkar gamla góða hárnetið aldrei hahaha: "viltu rjóma" slamm...

4:09 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég myndi frekar vilja þeyttan rjóma, það er ekki eins subbulegt HAHAHA

4:52 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Kvitt og knús...Frá svönsu. Rakel segir :Ef ég vil leika við Jóhönnu svo á ég að leika svona mömmó og svo var ég mamman og jóhanna litla barnið og svo verð ég prinsessan í leiknum. Svo getur Jóhanna ekki leikið við mig meir af því hún á að vinna.Svo á Jóhanna að taka til og amma og afi líka og þá á Rakel að leika ein.Svo á Jóhanna að drekka kaffi.

5:36 PM  

Post a Comment

<< Home