Monday, May 19, 2008

Samskipti:D

Samskiptaleið nr 3 aftur komin í gagnið, þ.e. netið er loksins orðið virkt aftur og því get ég aftur farið að eyða tíma mínum á kvöldin og daginn í algera vitlaysu... Með hjálp netleysis hefur mér tekist að lesa megnið af bókinni The Amazing Maurice á mettíma:D
Ég mætti galvösk, og ilmandi af nýmöluðu kaffi, á árshátíð Kaffitárs á luagardaginn og skemmti mér alveg nokkuð vel... Því miður var árshátíðin haldin í Njarðvík og því þurftum við Reykjavíkurrotturnar að ferðast þangað með rútu. Í Njarðvík býr fólk sem hefur undarlegan smekk á fötum, húmor, hegðun og mörgu fleiru og sást það vel á þeim sem búa og vinna í Najrðvík á launaskrá hjá Kaffitári. Um skemmtiátriðin sáu jú Njarðvíkingar góðir og kenndi þar á ýmsum grösum. M.a. fengum við að hlusta á ljóðasöng sem þau sjálf höfðu samið, fyrirlestur um hvernig kaffibaunaræktun samsvarar sér við sögur úr ástarlífi hjóna einna á fimmtugsaldri og ákaflega sérstakan söngfugl sem söng svo eftirminnilega fyrir okkur hið fagra lag, Bláu augun þín, ég held ég geti aldrei hlustað á þetta lag án þess að minnast allra nótnanna sem hún hitti ekki á...
Ég gærkveldi fór ég á tónleika Ólafs Arnalds á Listahátíð með henni Elísabetu sem vinnur með mér. Ólafur Arnalds semur falleg og róleg lög og notaðist hann við Píanó, þrjár fiðlur (ein af fiðlulekurunum var hún Arnbjörg-dóttir Auðuns stærðfræðikennara í MR og gamall bekkjarfélagi ykkar Hörpu og Evu) eitt selló, einhver þrjú-fjögur rafmagnstæki sem gáfu frá sér rafmagnaðan takt og í síðasta laginu trommur og bassa(sem hann litli bróðir Evu spilaði á). Ég sat með Elísabetu í annarri röð og hlustaði dolfallin á strákinn sem hitaði upp fyrir Ólaf. Hann heitir Svavar, held ég, og syngur ótrúlega vel. Í öðru lagi hans mætti einn bekkjarbróðir minn úr Myndó og settist í auða sætið við hliðina á mér. Skemmtilegt frá því að segja að í miðbikið á tónleikum Ólafs dottaði hann strákur frekar oft og eyddi ég miklum kröftum í að halda honum vakandi, ánþess að láta nokkurn taka eftir því(held ég) og í hvert sinn sem höfuð hans hallaðist ógurlega til hliðar saug ég upp í nefið svo það heyrðist bara smá og þá afdottaði hann... Eftir tónleikana sagði hann um þá að þeir hefðu verið ofboðslega þægilegir, einum of kannski... :Dhaha
Hmmm, ekkert meira sem ég get sagt? Jú, Priceless, myndin með Audrey Tautou er æðisleg, horfið á hana:D Og Big Fish var fín líka:D

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Hún heitir reyndar Arndís hehe.

Já mig langar til þess að sjá Priceless...og þarna hinu grænu ljóss myndina sem við vorum líka að skoða!

1:59 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Promets moi heitir hún:D
Jóhanna

12:17 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

vitiði bara hvað????
það var hringt í mig áðan frá Bonusvideo.... debetkortið mitt lá þar....... síðan á fös!!!

1:19 PM  
Anonymous Anonymous segir:

haaa??? wtf??
Lati strumpur???

haha
ég heiti ekki lati strumpur lengur,,

1:20 PM  
Anonymous Anonymous segir:

vá er það!! Eins gott að það fattaðist (já góð íslenska...)!!

4:49 PM  

Post a Comment

<< Home