Friday, June 13, 2008

jeramías minn

Föstudagurinn 13. Ég var ekki að vinna í dag og neitað meira að segja vinnu, tvisvar sinnum, í dag. Nei, í dag vaknaði ég snemma og byrjaði að pakka fyrir þriggja vikna utanlandsferð sem mun eiga sér stað í fjórum löndum. Um hádegi fór ég með henni mömmu í Kringluna að kaupa nauðsynjavörur sem vantaði fyrir ferðina svo sem tannbursta, tannkrem, rakvélablöð, bikiní, sumarkjól, nærbuxur, eyeliner og fleira. (Sorry Harpa, ég keypti mér eins kjól og þú keyptir, nema bara í öðrum lit...) Eftir að hafa keypt allt sem okkur vantaði fengum við okkur súpu á Café Paris hvar við sátum úti í algerum potti, ég klæddist svörtu pilsi, svörtum háum sokkum og svörtum skóm sem sólin skein svo grimmt á að ég var að brenna úr hita. Svo héldum við móðir góð heim á leið og gripum með okkur smá kaffitár á leiðinni heim til þess að hafa orku í að klára að pakka. Eftir að regla var komin á stóru ferðatöskurnar okkar sló ég grasið í garðinum fyrir hana móður mína þar sem hún er nú einu sinni rifbeinsbrotin(í alvöru, hún var að klaufast eitthvað heima um daginn og datt á stóra flísasög og rifbeinsbrotnaði) já manngæska, I has it. Maður er nú smá Pro eftir heilt sumar í slátturhópnum í unglingavinnunni fyrir nokkrum árum...
Við sjáumst þá bara einhverntíma eftir 8. júlí:D Ég mun sakna ykkar flestra... :,(

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

góða ferð og góða skemmtun og vertu dugleg að taka myndir!!! ;)

10:22 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahaha snilldar blogg! Vona ég sé ein af þessum "flestum" ;)

Pant vera í mínum kjól á Lion King!

Mikið varstu góð hehe...! Flísasög af öllu!

Hafðu það gaman í útlöndum og svo sjáumst við í júlí ;)

10:48 PM  

Post a Comment

<< Home