Sunday, February 22, 2009

Vinnusögur helgarinnar

Vinnuhelgin þessi hefur af sér getið fáeinar skemmtisögur...
Laugardagurinn:
Eins og kannski fáeinir hafa tekið eftir var mjög vindasamt á laugardaginn. Þar sem vindurinn stóð beint á stóru bronshurðina sem notur er fyrir kaffihúsagesti í þjóðminjasafninu fauk hún gjarnan upp og hleypti á okkur starfsmönnunum vindhviðum sem gerðu það að verkum að kaffikorgur fauk í augun á okkur og expressóbunurnar úr kaffivélinni fuku út um allt. Því ákváðum við að nú væri tímabært að læsa hurðinni og setja upp skilti báðum megin hurðar þess efnis að viðskiptavinir væru vinsamlegast beðnir um að nota aðalinnganginn að safninu til inn- og útferðar. Einhver ólæs(það hlýtur að vera) kona í síðri svartri peysu ákvað að hunsa skiltir og stalst út um stóru bronshurðina og þurfti til þess að ganga framhjá skiltinu, snúa lásnum og ýta með miklum krafti á hurðina til þess að skjótast út, en þar sem karmað kom aftan að henni festist peysan hennar á milli dyrakarmsins og hurðarinnar og hurðin að sjálfsögðu læstist á eftir henni. Ef ég væri ekki svona góð í mér hefði ég sökum pirrelsis leyft henni að dúsa þarna föst þar til hún fattaði að klæða sig úr peysunni, hlaupa inn um aðalinnganginn og opna stóru bronshurðina aftir til þess að losa um peysuna. En hún litla góða ég opnaði hurðina fyrir hana og hleypti henni í burtu...
Sunnudagur:
Ung bandarísk kona kom til okkar í dag. Hún byrjaði á að segja:,,Hiiii, how are youuuu?"... Ég svaraði með frekar tregum rómi,:,, Eh, just fine...." Svo var hún endalaust að þakka mér og segja :,,Oh my god,thank you sooo much". Þetta var næstum því verra en ofurdónalegur vinskiptavinur... Hún kom bókstaflega framvið mig eins og ég væri þroskahefti krakkinn á leikskólanum...

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahaha bloggið þitt kom mér nokkrum sinnum til að hlæja...

þú ert að sjálfsögðu alveg einstaklega góðhjörtuð manneskja hehe, skil hvað þú ert að fara með ofurkurteisa viðskiptavininn en held að ofurkurteisi sé í alvörunni skárri, ég verð alveg fokill þegar þeir eru ókurteisir!!!

11:37 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Hehe, minningarnar koma sko flæðandi þegar maður les svona társ-sögur. Og ég les víst bloggið þitt! Gleymi bara að kommenta...

Kv Helga

5:28 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Halló sæta litla systir mín :O)Jamms ég er ekki dugleg að kommenta....reyni að bæta úr því hér með......Anyways sakna þín og vonandi sjáumt við sem fyrst :O)

10:50 AM  

Post a Comment

<< Home