Ása hin óheppna
Ása fór út
át þar snjó
orma fékk í augað
átu þeir það.
Blind varð hún blessunin
birtu enga sá
eða myrkur ei meir
með öðru auga þá.
Hitt augað hægra
hélst óskemmt
þar til vinur hennar Þráinn
þeytti í það stein
með teygjubyssutækni
týnd var henn' öll sjón.
Leidd' hann hana heim
háskalegan stíg
hún féll um trjágrein flöt
fjarska varð hún reið
Klambraði á kné sér
kastaði burt stein
sem hitti hreysikött
í hasti að henni æddi
beit hana á barkann
blóð úr henni lak.
Þráinn sá í snatri
og um sárið gerði vel
hélt á henni heim
hundurinn kom á móti
gelti á hann og gjammaði
gestir voru ei velkomnir.
Þráinn hörfaði hratt
hraut um litla þúfu
féll um eigin fót
fyrst á hana Ásu
handlegg hennar braut
höfuð Þráins lenti
á stæðilegum stein
styrndi fyrir augum
og missti meðvitund.
Á meðan þessu stóð
hundurinn hana Ásu
hafði samstundis þekkt
þrátt fyrir þennan útgang
þeysti henni að.
Dró hana að dyrum
dámikla vegalengd.
Öskraði hún og emjaði
og eymslin kenndi vel.
Þar til ekkert var eftir
af Ásu nema beinagrind.
Gelti þar og gólaði
,,í garðinum lægi Ása".
Út komu þá æst
alvarleg á brún
foreldrar Ásu og frænka
frændsystkin og mág.
Helltu sér yfir hundinn
,,hunskastu burt"
gelta skyld' eigi og góla
meðan gestir væru þar.
Hefur ekki hundurinn
haft þá með sér nú
eina ferðina enn
eintómar fatatægjur
og verðlaust beinarusl?
át þar snjó
orma fékk í augað
átu þeir það.
Blind varð hún blessunin
birtu enga sá
eða myrkur ei meir
með öðru auga þá.
Hitt augað hægra
hélst óskemmt
þar til vinur hennar Þráinn
þeytti í það stein
með teygjubyssutækni
týnd var henn' öll sjón.
Leidd' hann hana heim
háskalegan stíg
hún féll um trjágrein flöt
fjarska varð hún reið
Klambraði á kné sér
kastaði burt stein
sem hitti hreysikött
í hasti að henni æddi
beit hana á barkann
blóð úr henni lak.
Þráinn sá í snatri
og um sárið gerði vel
hélt á henni heim
hundurinn kom á móti
gelti á hann og gjammaði
gestir voru ei velkomnir.
Þráinn hörfaði hratt
hraut um litla þúfu
féll um eigin fót
fyrst á hana Ásu
handlegg hennar braut
höfuð Þráins lenti
á stæðilegum stein
styrndi fyrir augum
og missti meðvitund.
Á meðan þessu stóð
hundurinn hana Ásu
hafði samstundis þekkt
þrátt fyrir þennan útgang
þeysti henni að.
Dró hana að dyrum
dámikla vegalengd.
Öskraði hún og emjaði
og eymslin kenndi vel.
Þar til ekkert var eftir
af Ásu nema beinagrind.
Gelti þar og gólaði
,,í garðinum lægi Ása".
Út komu þá æst
alvarleg á brún
foreldrar Ásu og frænka
frændsystkin og mág.
Helltu sér yfir hundinn
,,hunskastu burt"
gelta skyld' eigi og góla
meðan gestir væru þar.
Hefur ekki hundurinn
haft þá með sér nú
eina ferðina enn
eintómar fatatægjur
og verðlaust beinarusl?
3 Comments:
úff...
...hmm hvaðan fékkstu hugmyndina að þessari sögu.. hehe
HAHA gettu hvaða ,,word verification" ég fékk..?
-->"freta"
hahaha
noh aldeilis langt!
Hahahaha skemmtileg verification á þessari síðu þinni.
hahahahahaha:D
Kv. Jóhanna
Post a Comment
<< Home