Thursday, December 18, 2008

Composition 1

Ég get ekki beðið eftir að opna 2009 dagatalið mitt sem inniheldur 12 prent eftir Hokusai... Ég get heldur ekki beðið eftir því að sjá fjölskyldu mína á morgun og hinn. Pabbi kemur á morgun eftir 4 mánaða "útlegð" í Argentínu og Úrúgvæ, Helga og Daði koma á laugardaginn og Svansa, Halli, Rakel og Ísabella koma líka á laugardaginn.

Á sunnudaginn kl 20:00 verður kyrrðarstund/tónleikar með kórnum mínum í Lindakirkju (í kópavoginum...). Kirkjan er ekki fullbyggð þannig að það gæti orðið smá kalt þarna. Það verða bara fullt af kertum og kósýheit. Við syngjum einhver 4-5 lög og á milli verður saga aðventukertanna lesin upp. Það kostar ekkert inn og við viljum fá að sjá sem flesta:D

Mjá...

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Hljómar vel :)

Mér datt samt bara eitt í hug þegar þú sagðir að það yrði fullt af kertum þar sem þið eruð að fara að syngja ... :)

1:37 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Haaa? Einhver einkahúmor sem ég skil ekki?
haha staðfestingarorðið var "Luvis"
Kv. Jóhanna

10:40 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Nei...bara kerti og hugsanlegur súrefnisskortur...!

12:20 AM  

Post a Comment

<< Home