Wednesday, November 12, 2008

Smá pólitískt blogg...

Nú hefur ímynd íslenskrar alþýðu beðið álitshnekki vegna samskipta Darlings, Browns og íslenskra ráðamanna.

Só?
Vildi virkilega einhver hafa þessa gömlu ímynd á sér um að Íslendingar upp til hópa væri álfar, huldufólk og tröll eða víkingar? Vildi einhver að eina atvinnugrein þéttbýliskjarna úti á landi væri staðsett í álverum? Vildi einhver að allir héldu að allir íslendingar með tölu væru með hver í bakgarðinum og böðuðu sig þar?

Ég segi: Byggjum okkur upp ímynd sem segir að yfirvöld hér séu óspillt, að skynsamlegir stjórnanhættir ríki hér og eftirlit sé með því hvernig fjárhagsleg aðstaða landsins er í raun, en ekki sé treyst á það hvað einhverjir auðmenn, sem greinilega ekkert vit hafa, segja. Að hér hafi allir möguleika á því að lifa sómasamlegu lífi burtséðfrá hvaða vinnu þeir taka sér fyrir hendur. Ræstitæknirinn á alveg jafnmikinn rétt á því að hafa barnið sitt á leikskóla og bankastjórinn... Að hér sé sanngjörn skattlagning, og að þegar hækka þarf skatta tímabundið þá sé það gert hjá þeim sem mest mega við því. Að hér sé almenningur upplýstur um ástand þjóðar áður en allt fer í fokk....

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Það mun örugglega taka tíma að byggja aftur upp góða ímynd... og þegar það gerist viljum við ekki vera í ESB eða háð duttlungum annarra landa...enga evru takk og enn síður dollar!

...og engin kjánaleg ófriðarmótmæli... slæmt fyrir alla ef ferðamenn hætta að koma hingað! Þetta er allt saman blásið upp í erlendum fjölmiðlum!

10:16 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég veit ekki með evrópusambandið heldur, ég í raun veit ekki einu sinni hvort ókostirnir vega þyngra en kostirnir... Ég trúi heldur ekki á krónuna sem gjaldmiðil... Það myndi ekkert skaða mitt stolt ef við tækjum upp myntkerfi annarrar þjóðar, en ég held að það sé vandasamt verk að velja hvaða þjóðir setja minnstu og lítilvægustu skilyrðin gagnvart Íslandi. Ætli það verði svo ekki hægt kannski að taka upp krónuna aftur eftir þessar ógöngur ef þess er talin þörf?
Kv. Jóhanna
Ps. Ég trúi heldur ekki á ljótu glimmergeimhreindýrin í kringlunni...

7:26 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Nei ég held að krónan yrði algjörlega úr sögunni :/

Maður veltir fyrir sér af hverju Íslendingar voru yfir höfuð að fá sjálfstæði ef ESB á svo bara að ráða yfir fiskimiðum og öðru! Má ekki gerast!

Ú eru hreindýrin komin upp!

8:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hæ hæ, ég var að reyna að hringja í ykkur en þið voruð ekki heima. Anyways.....bið bara að heilsa í bili krúttkreppulingurinn minn :O)
knús, Svansa

6:54 PM  

Post a Comment

<< Home