Saturday, September 06, 2008

Berjamó og Mammút

Í gær varð loksins eitthvað úr nýnemaferðinni sem aflýst var um daginn. Við fórum í eina stóra ferð með öllum árgöngunum. fyrst var haldið til Þjórsár rétt við Selfoss og skoðuðum við rústir (veiðistöð) frá ca 1200. Fornleifafræðingurinn sem talaði við okkur sagðist fyrst hafa haldið þetta væru rústir frá Landnámsöld og að flestir fornleiafræðingar hefðu haldið það sama, en svo endurskoðaði hann mat sitt og sá ljósið haha. Hann talaði um öskulög og skemmtilegheit:D Svo sýndi hann okkur gripi sum fundust höfðu í húsinu/rústunum og sýndi okkur stein með gati í og spurði hópinn hvað við héldum að þetta væri. Það vissi það enginn, svo hann gaf okkur vísbendingu um að hluturinn tengdist staðnum og þeim verkum sem gerð voru þar og þá giskaði ég að þetta væri einhverskonar veiðihlutur, og þar giskaði ég rétt. Hann spurði svo hvaða veiðihlutur þetta væri og ég giskaði aftur hvort þetta væri sökka(sagði reyndar sökkull þar sem ég þjáist af orðakynblöndun) og hann sagði að ég hefði hitt naglann beint í höfuðið. Hann sagði að hluturinn gæti reyndar einnig verið eitthvað annað sem ég man ekki nafnið á, en hann sagðist halda að þetta væri sakka frekar. Það er alltaf gaman að segja fólki hversu klár maður er:D Þá héldum við í Berjamó í Krísuvík og þar tíndi ég heila flösku af bláberjum, ég notaði bara það sem hendi var næst:D Í dag er ég s.s. búin að setja bláber út í allt sem ég hef borðað... Eftir það ævintýri héldum við í Reykjanesbæ/Keflavík á tvær opnanir. Önnur var í Suð-suðvestur og hin í Duus húsi. Sú fyrri var svona allt í lagi. Þar voru margir listamenn að sýna og fannst mér tveir áhugaverðir af öllum hinum. Maður hefði kannski kosið að skoða verkin í minni mannfjölda með einhverjum sem talaði um verkin, en oft verða listaverk áhugaverðar eftir að búið er að tala um þau, þá einhvern veginn verða þau táknmál fyrir einhverja áhugaverða hugmynd, frekar en kannski heilstætt verk í sjálfu sér, eða það er það sem mér finnst... Seinni sýningin var mjög skemmtileg. Þarna var ein stelpa að sýna nokkur hljóðfæri sem hún hafði búið til sjálf. Til dæmis var þar orgel búið til úr físibelgjum og glærum plaströrum, Svo var togað í spotta sem toguðu í handfang físibelgjanna og út kom skemmtilegur tónn. Einnig voru tveir symblar festir ofan á eihverskonar rokk og þegar þú stegst á fótsgigið fóru syblarnir saman(held þetta heiti symball-þetta er brons/gull lituðu diskarnir á trommusettum)... Svo var þarna rólusett með hæfindarstólum og rennibraut með hægindarstól. Þetta var mjög skemmtilegt og misstu sumir sig í því að búa til dásamlega tónlist á físibelgjaorgelið. Svo var haldið heim. Alla ferðina var boðið upp á bjór og samlokur og á fyrri sýningunni var boðið upp á hvítvín og rauðvín og því voru nokkrir eða flestir orðnir svolítið neðaníþví þegar á síðustu sýninguna var komið... en það var bara gaman:D Í rútunni var talað um það að allir á fyrsta ári færu á Mammút tónleika þar sem ein stelpan á fyrsta ári er í þeirri hljómsveit og fannst okkur rétt að veita henni stuðning og mæta. Það fór svo að þangað mættu þrír úr bekknum, ég, Steinunn og Leó. Allir hinir voru á Boston eða Belly's að tala um það hve blankir þeir væru að þeir bara gætu ekki eytt peningum í tónleika en að eyða peningum í bjór væri bara allt annað... Ég missti reyndar af Úlfi/Klive sem hitaði upp en maður getur ekki fengið allt... Svo tók ég bara strætó heim til þess að kveðja pabba því hann fór í nótt í þriggja/fjögurra mánaða ferð til Argentínu:(

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Jóa snilli ;)

8:12 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahaha
þú ert ekki bara besser-wisser, heldur ERT virkilega einn slíkur! hahahaha
(aha þú last rétt hehehe=)

11:26 PM  

Post a Comment

<< Home