Vinnusaga
Því miður gleymdi ég tilfinningaregnhlífinni minni heima í dag og því fóru allar skammirnar frá leiðinlegu kellingunni sem skammaði mig fyrir að selja litla stráknum sínum vatnsglas beint á sálina mína.
Sonur hennar kom í dag, þegar ég var að vinna í Smáralindinni og bað um vatnsglas. Mér er sagt að rukka fyrir glasið 20 krónur vegna þess að 1. það tekur tíma og fyrirhöfn að láta kalda vatnið renna, sækja glas og setja í það klaka, 2. Ég fæ ekki borgað frá Smáralindinni fyrir að gegna hlutverki vatnstanks fyrir gesti og gangandi, 3. Hann var ekki að kaupa neitt annað og loks 4. Hann bað mig ekki kurteisislega. Hann sagði ókei, fór til mömmu sinnar, sótti 20 krónur, kom aftur og keypti vatn. 20 mínútum seinna kom mamma hans og spurði mig á mjög reiðilegan máta hvort ég rukkaði virkilega 20 krónur fyrir vatnsglas og ég sagði já. Ég sagði að glasið sjálft kostaði pening og þjónusta mín kostaði líka pening. Hún sagðist sjálf vinna á fimm stjörnu hóteli(eins og það væri eitthvað betra en að vinna á Kaffitári...) og ef einhver kæmi til hennar að biðja um vatn myndi hún svo sannarlega veita þeim það. Ég hugsaði bara:"hversu oft kemur fólk inn á fimm stjörnu hótel að biðja um ókeypis vatnsglas? Ég myndi aldrei gera slíkt-Svo er Kaffitár úti á miðju gólfi og fólk gengur framhjá allan daginn að biðja um vatn og upplýsingar um hvar þessi eða hin búð er, ég er meira að segja spurð um strætóferðir..." en sagði ekkert. Svo gekk hún í burtu öskureið, og ég sný mér að gömlum vinnufélaga sem stóð þarna bíðandi eftir afgreiðslu og ég sagði eitthvað svona:"úff og Fruss, svona rétt til þess að losa um stressið og reiðina sem hafði byggst upp innan í mér", og hann var sammála mér um leiðindi konunnar. Litli strákurinn hlýtur að hafa séð mig og sagt mömmu sinni, vegna þess að hún kom askvaðandi aftur til mín og sagðist viljá fá eitthvað kvörtunareyðublað til þess að geta kvartað undan mér. Ég sagðist ekki vera með neitt slíkt en hún gæti annaðhvort sent e-mail á Mörtu yfirmann, að ég héti Jóhanna eða kannski tékkað hvort þjónustuborðið væri með kvörtunareyðublöð. Hún trúði mér greinilega ekki og strunsaði í burtu. Ég reyndi mitt besta í að halda ró minni og var eins kurteis og ég mögulega gat höndlað. Lít ég virkilega út eins og boxpúði???
Sonur hennar kom í dag, þegar ég var að vinna í Smáralindinni og bað um vatnsglas. Mér er sagt að rukka fyrir glasið 20 krónur vegna þess að 1. það tekur tíma og fyrirhöfn að láta kalda vatnið renna, sækja glas og setja í það klaka, 2. Ég fæ ekki borgað frá Smáralindinni fyrir að gegna hlutverki vatnstanks fyrir gesti og gangandi, 3. Hann var ekki að kaupa neitt annað og loks 4. Hann bað mig ekki kurteisislega. Hann sagði ókei, fór til mömmu sinnar, sótti 20 krónur, kom aftur og keypti vatn. 20 mínútum seinna kom mamma hans og spurði mig á mjög reiðilegan máta hvort ég rukkaði virkilega 20 krónur fyrir vatnsglas og ég sagði já. Ég sagði að glasið sjálft kostaði pening og þjónusta mín kostaði líka pening. Hún sagðist sjálf vinna á fimm stjörnu hóteli(eins og það væri eitthvað betra en að vinna á Kaffitári...) og ef einhver kæmi til hennar að biðja um vatn myndi hún svo sannarlega veita þeim það. Ég hugsaði bara:"hversu oft kemur fólk inn á fimm stjörnu hótel að biðja um ókeypis vatnsglas? Ég myndi aldrei gera slíkt-Svo er Kaffitár úti á miðju gólfi og fólk gengur framhjá allan daginn að biðja um vatn og upplýsingar um hvar þessi eða hin búð er, ég er meira að segja spurð um strætóferðir..." en sagði ekkert. Svo gekk hún í burtu öskureið, og ég sný mér að gömlum vinnufélaga sem stóð þarna bíðandi eftir afgreiðslu og ég sagði eitthvað svona:"úff og Fruss, svona rétt til þess að losa um stressið og reiðina sem hafði byggst upp innan í mér", og hann var sammála mér um leiðindi konunnar. Litli strákurinn hlýtur að hafa séð mig og sagt mömmu sinni, vegna þess að hún kom askvaðandi aftur til mín og sagðist viljá fá eitthvað kvörtunareyðublað til þess að geta kvartað undan mér. Ég sagðist ekki vera með neitt slíkt en hún gæti annaðhvort sent e-mail á Mörtu yfirmann, að ég héti Jóhanna eða kannski tékkað hvort þjónustuborðið væri með kvörtunareyðublöð. Hún trúði mér greinilega ekki og strunsaði í burtu. Ég reyndi mitt besta í að halda ró minni og var eins kurteis og ég mögulega gat höndlað. Lít ég virkilega út eins og boxpúði???
3 Comments:
Ji að fólk skuli nenna að vera svona leiðinlegt! Hótel og kaffihús í verslunarmiðstöð er engan veginn sambærilegt, veita að vísu bæði þjónustu en á hótelinu er fólk líka búið að borga heilmikið fyrir hana.
Mér finnst að Íslendingar mættu alveg fá vænan skammt af kurteisi, maður á að segja takk, góðan dag o.s.frv.! Það hafa bæði komið íslenskir, þýskir og breskir krakkar í búðina og þeir íslensku eru miklu ókurteisari en þeir bresku til dæmis, það sama má segja um foreldrana.
Fyrst hún var ósátt við vinnureglurnar á kaffitári hefði hún átt að senda athugasemd til kaffitárs sjálfs í staðinn fyrir að hella sér yfir þig og þegar strákurinn kom og bað um 20 kr. fyrir vatni hefði hún vel getað sleppt því að fá vatnið ef henni líkaði ekki að þurfa að borga fyrir það!
Hún samt var ekki íslendingur, hún talaði ensku, og ég þurfti að gjöra svo vel að tjá mig á ensku, sem ég er ekki góð í...:(
Og, hún hefði getað látið strákinn fara á klósettið og fá sér vatn úr krananum þar, eða labbað yfir á Te og Kaffi og stolið vatni þaðan...
Jóhanna
very good blog, congratulations
regard from Reus Catalonia
thank you
Post a Comment
<< Home