Thursday, August 07, 2008

Karamellukúkur

Kremfyllingin er svört, eins og ónýt olía á gamalli mözdu.
Kexið er seigt og blautt eins og fjögurra daga gömul mjólkurtuska ofan í eldhúsvaskinum.
Súkkulaðið utaná bragðast eins og græni bletturinn í ristabrauðinu.

Þú ert ógeðslega sætur.
Þú ert viðbjóðslega væminn.
Þú ert hryllilega mikið krútt.

Litli sæti einhyrningurinn minn.
Fallegi mjúki kærleiksbjörninn minn.

Þessi ótrúlega glitrandi kristalsaugu.

Djöfull ferðu í taugarnar á mér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home