Monday, August 04, 2008

Ferðasagan um London. 2008

28. júlí mánudagur. Ferðadagur
Við flugum eldsnemma um morguninn til Lundúna, eftir hálfsvefnlausa nótt. Herra og Frú Sólskin og Steikjandi hiti tóku á móti okkur fyrir utan flugvöllinn á meðan beðið var eftir rútunni sem átti að ferja okkur frá Stansted til Victoria station, og því misstum við fáein kíló samtals í formi svita. Klukkan hefur verið um tvö, fyrsta daginn, þegar við loksins gátum farið að gangaa almennilega um Lundúnaborg og sáum við þá m.a. Buckingham Palace og Hyde Park. Í garðinum skemmti Eva sér við þá iðju að ganga upprétt í baki á móti litlum karlmönnum, oftast Indverskum í útliti, til að sýna okkur hve há hún væri miðað við þá. Metið var víst 7 í röð... Í þessum langa göngutúr þennan daginn náðum við góðum árangri í að týnast og missa áttina en það gerð það bara að verkum að við kynntum s borginni enn nánar. Kvöldmaturinn var etinn á Portúgölskum stað sem hét Nando's, hvar við fengum gómsætan kjúkling í brauði.
29. júlí þriðjudagur. Verslunardagurinn mikli
Á Oxford Street eyddum við fjölmörgum pundum á hæsta genginu í allri ferðinni, 165kr. Jolly time baby:D Við kynntumst mannlífi þessarar stóru heimsborgar í fjölmörgum verslunum. Við rannsökuðum andrúmsloftið og tókum púlsinn á fjölda stöðum s.s. Debenhams, zöru, Accessorize og H&M, og einnig kynntumst við vel mannflórunni í neðarjarðalestakerfum borgarinnar. Hinsta máltíð þessa dags var staðsett á dýrindis ítölskum veitingastað þar sem bornar voru á borð fyrir okkur gómsætar pizzur og pastaréttur.
30. júlí miðvikudagur. Hrelliskellir
Við ákváðum að morgunverður í boði hótelsins væri ekki þess virði að vakna fyrir þennan morguninn og snoozuðum því í smá stund. Því neyddumst við til morgunmatarinnkaupa í Sainsbury's matvörubúðinni rétt hjá. Við leituðum lengi að almenningsgarði eða einhverjum grasbletti til þess að setjast niður í sólinni meðan við myndum borða verðinn, en enginn slíkur fannst í tækatíð áður en hungrið bugaði okkur og því fengu matarsletturnar frá hungruðum stúlkunum að falla á innanstokksmuni hótelherbergisins. Við notuðum Ostrukortið okkar, sem við höfðum fjárfest í daginn áður, til þess að ferðast að St. Paul dómkirkjunni, sem er ákaflegafögur (miðaldakirkja) í endurreisarstíl. Þar gengum við uoo á hæstu kæðina í kúplinum, eða um 528 tröppur. Útsýnið var stórkostlegt og kálfarnir titruðu af erfiði þegar niður var komið. Marylin Monroe andsetti mig á leiðinni heim einhverjum indverja til mikillar kæti, þ.e. vindurinn feykti upp nýja köflótta kjólnum mínum að mér óviðbúinni... Við flýttum okkur heim svo við gætum haft nægar níma í að gera okkur áhorfanlegar fyrir Lion King söngleikinn. Það voru nú ófáir sem gáfu okkur hýrt auga þegar við komum út af hótelinu enda ekki ólaglegar stúlkur þar á ferð. Þrátt fyrir lestartafir og óskemmtilegheit komumst við í Lyceum theatre í tæka tíð og áttum saman ógleymanlega kvöldstund í faðmi leikhússins og leikara í fögrum búningum. Það var ekki laust við að stúlkurnar klökknuðu við að sjá fyrsta atriðið, svo stórfenglegt var þetta. Persónur sýningarinnar sem stóðu uppúr voru Skari(J), Múfasa(H,E), Rafiki(J,H,E), Púmba(J,H) og Zazu(J). Eftir leikritið var haldið á Maccadónalds að fá sér franskar og Maccaflö. Á meðan við kjömsuðum á ísnum kom inn óeiðraseggur, líklegast dópisti í leit að stað til að
dópa sig, og gerðist hurðaskellir og stúlknahrellir.
31. júlí fimmtudagur. Ljósmyndatökur
Við snoozuðum aðeins og lengi aftur í dag og fengum okkur dýrindis-morgunmat inni á lestarstöðinni. Jóhanna(mangóbitarog smoothie ), Eva(safi, ávaxtabitar og jógúrt) og Harpa(bökuð heit kartafla með tikkamasala-kjúklingabitum). Dýragarður Lundúna var næst á dagskrá hvar við sáum mörg merkileg dýr næstu fjóra klst. Batterí og ljósmyndapláss kláraðist hjá okkur sökum ákaflega krúttlegs Mar(ðar)kattar í módelstuði. Því reyndum við eins og við gátum að rýma fyrir ljósmyndatökum á Madame Toussauds vaxmyndasafninu. Quiznoz varð fyrir valinu þetta kvöldið, þó gæðin hafi ekki verið þau sömu og heima:( Harpa vökvamerkti herbergið með munnvatni og spræti sökum kímni Evu.
1. ágúst föstudagur. 6,sex,6,sex,6,sex,6,sex,6,sex
við vöknuðum í tæka tíð fyrir morgunmatinn og héldum á Notting Hill markaðinn. Þar fjárfestum við í dýrindis glingri og töff skóm. Á lestarstöðinni á leiðinni á markaðinn gekk einhver svartklædd pönkstelpa upp að mér og spurði mig hvar ég hefði fengið þessar geðveikt flottu rauðu sokkabuxur sem ég klæddist. Ég héld að stíllinn minn væri "anything but punk" haha... Breska konungsveldið heldur líklegast að við stúlkurnar séum mjög uppteknar af kynlífi sökum óheppilegra líkinda á ákveðnni tölu á íslensku og orðsins "sex" á ensku. Eftir að hafa séð megnið af markaðnum fengum við okkur gómsæta bruscettu og hvítlauksbrauð.
2. ágúst laugardagur. Liðaskipti dagurinn
Við snoozuðum kröftuglega þennan morguninn og báðum meira að segja herbergisþernuna að koma seinna að þrífa. Við skiptum liði eftir að hafa fengið okkur morgunmat og kaffi með Heiðrúnu, frænku Evu, og Elínóru dóttur Heiðrúnar. Eva fór með áðurnefndum aðilum á sædýrasafnið á meða ég og Harpa héldum á Camden Market. Eva var búin að hlakka mikið til að fá að klappa skötunum en þegar hún kom á safnið komst hún að því að það var búið að banna það... Á markaðnum keyptum við Harpa ýmsa hluti, þó færri en daginn áður. Harpa fékk sér skó, bol og crepes og ég fékk mér það sama. Crepesið átum við samanþjappaðar undir einni regnhlíf sökum skyndilegrar hellidemburigningar. Það hafði verið rigningarlegt um morguninn, en ég gleymdi regnhlífinni... Eftir markaðinn hittum við Stelpurnar hjá London eye. Það tók smá á taugarnar að komast þangað vegna þess að ið týndumst smá sökum hugmyndaleysis borgarstofnenda á götuheitum. en allt fór vel að lokum og við fengum okkur allar ítalskan kúluís. Á leiðinni heim hafði ég orð á því við Heiðrúnu hvað fólkið hér væri lágvaxið og tilvísaði í rannsóknir Evu fyrr í ferðinni. Þá sagði Eva; "já, ég tók sjö indverja í röð!!!". Um kvöldið brögðuðum við á Asískum mat, mjög líklega eldaðan af Breskum kokki með afar viðkvæmt og næmt bragðskyn, því við Harpa fundum ekkert bragð af matnum. Maccadóni framreiddi svo eftirréttinn þetta kvöldið. Eva segir að Davie Hasselhoff tökki geðveikt vel inn...
3. ágúst sunnudagur. Heimferð
við vöknuðum í morgunmatinn og sögðum bless við herbergið og karlþernuma kl. 10 um morguninn með 10 pundum. við skildum svo draslið okkar eftir á frímerkisgólfplássinu hennar Heiðrúnarog héldum á Modern Tate. Við tókum strætó til þess að sjá borgina í hinsta sinn:D Safnið var smá vonbrigði og þótti okkur sem við hefðum misst af partinum sem innihélt öll flottu listaverkin:( Við drekktum sorgum okkar í ís og pulsu. Svo keyptum við skilnaðargjöf og þakkargjöf handa Heiðrúnu, blóm og kaffi:D Á Starbucks gerði Jóhanna sig að smá nördafífli fyrior framan afgreiðslustúlkuna sökum ofvitneskju um kaffimölun. Heim hjá Heiðrúnu fengum við hádegismat og pressukönnukaffi:D Þar gat Jóhanna loksins deilt vitneskju sinni um kaffi með áhugasömum kaffiunnanda;D Svo var hlaupið á strætóstöðina með allar töskurnar og dröslast upp í vagninn með öll þyngslin, og nagginn:DStrætókerfið varð ofar á vallistanum heldur en neðanjarðalestarnar sökum viðgerða þar... Þar sem við vorum með forbókað sæti í flugvélinni fengum við "fasttrack" límmiða á flugmiðann okkar og þurftum við því ekki að bíða í stóru biðröðinni við leitarhliðið, heldur komumst við mikið fyrr inn í flugstöðina. Því fengum við lengri tíma í að eyða aukaklinkinu okkar á tollfrjálsa svæðinu áður en heim var haldið:D

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Tókuð þið líka eftir stöðugri aukningu innsláttarvillna eftir því sem neðar dró á færsluna?
Jóhanna:D

12:55 AM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahhaha
ég skellti nokkrum sinnum upp úr við lesturinn :D

ég meina LOL maður hehe

4:38 PM  
Blogger svooona segir:

knúúús, kveðja Svansa

6:17 PM  
Anonymous Anonymous segir:

skemmtilegar minningar, þarf að copy og paste-a þetta við tækifæri ;)

11:19 PM  

Post a Comment

<< Home