Wednesday, July 23, 2008

Útvöxtur á enni til ama

Ég þrái að binda enda á þjáningar mínar. Óþægindin orsakast af ofvexti á ofan-og framan-verðri höfuðkúpu minni og ekki falla mér margir kostir í völ við að losna við þetta, heilkenni, eins og það er kallað. Já ég þjáist mjög og á hverjum degi. Þessi ofvöxtur veldur óbærilegri svitamyndun á enninu og stundum á ég erfitt með að sjá skýrt sökum tímabundinnar hálfblindu. Einnig veldur ofvöxturinn verkjum í hálsvöðvum sem leiðir út í axlir og stundum ofanvert bak. ég á mér einungis tveggja kosta völ, annan völ sem kostar fjárútlát og hinn sem mun aftra mér í smá tíma þar til heilkennið hefur vaxið út. Ég hef ákveðið að fyrri kosturinn henti mér betur og þarf ég að greiða úr þessu vandamáli sem fyrst, þar sem ég er á pantað flug til Lundúna næsta mánudag. Því þarf ég að hafa hraðan á og ákveða hvenær ég hef tíma til að fara í klippingu...

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahahaha, ég sá fyrir mér stækkaða hauskúpu :þ

11:17 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég sá fyrir mér bólu.....

1:44 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Jei, I has chosen third option.... Sem kostar ekkert heldur:D Já ég tók mig til og klippti sjálfa mig... Ég veit að það var djarft og ég hugsaði með mér:"hve erfitt getur þetta verið?" og það var heldur ekkert erfitt... Ég bara bleytti toppinn, notaði fingurna og klippti:D og ég er stolt af mér, venjulega hef ég gert þetta frekar illa en þetta er bara næstum því fagmannlega gert:D
Kv. Jóhanna

10:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:


megadjarft

11:19 PM  

Post a Comment

<< Home