Alein:(
Fimmtudagskvöldið var eitt það stelpulegasta sem ég hef upplifað lengi. Eftir lokun á tárinu í Kringlunni, um 10-leitið, hitti ég Kaffitárskrakkana á Prikinu á svokölluðu bjórkvöldi. Ég ákvað að taka stelpulegheitin á þetta og fékk mér Ananasbreezer, sem er að sjálfsögðu eitt það stelpulegasta senm hægt er að fá sér á bar, fyrir utan kannski vatnsmelónubreezer... En það eru náttúrulega bara skinkur sem drekka svoleiðis... Hóflega snemma, sökum strætóþurftar, fór ég heim, þ.e. um 12leitið, og horfði á Flashdance. Flashdance er STELPUmynd... og hommamynd... hehe:D
Það er eitthvað annað en laugardagskvöldið mitt akkurat núna... Ég er svo einmana. Það er svo viðbjóðurslega gott veður og ég var búin að vinna kl. 16:30. Að sjálfsögðu langaði mig að gera eitthvað með góðri vinkonu, úti í góða veðrinu... Ég hringdi í eina, en hún var úti á landi, komst ég svo að því að önnur var að vinna uppi í Smáralind, og sú þriðja svaraði ekki símanu, líklegast upptekin við vinnu. Ég s.s. kom við í Hagkaupum á leiðinni út úr Kringlunni, keypti tortellíní og safa, og hélt heim á leið. Ég þurfti að taka tvo strætóa heim, sem þýddi að ég beið í hálftíma niðri í miðbæ á Lækjartorgi og horfði á vini og kærustupör ganga upp og niður Laugaveginn, og ég sá ekki eitt andlit sem ég kannaðist við... jú ég sá Björn Bjarnarson keyra með dræverinum sínum á Lækjargötunni... Er ég virkilega meira einmana en hann? Takið svo eftir því fyrir ofan að ég var EIN að horfa á Flashdance!!!
Já, snilldinni og fegurðinni fylgir einmannalegur verðmiði...
Það er eitthvað annað en laugardagskvöldið mitt akkurat núna... Ég er svo einmana. Það er svo viðbjóðurslega gott veður og ég var búin að vinna kl. 16:30. Að sjálfsögðu langaði mig að gera eitthvað með góðri vinkonu, úti í góða veðrinu... Ég hringdi í eina, en hún var úti á landi, komst ég svo að því að önnur var að vinna uppi í Smáralind, og sú þriðja svaraði ekki símanu, líklegast upptekin við vinnu. Ég s.s. kom við í Hagkaupum á leiðinni út úr Kringlunni, keypti tortellíní og safa, og hélt heim á leið. Ég þurfti að taka tvo strætóa heim, sem þýddi að ég beið í hálftíma niðri í miðbæ á Lækjartorgi og horfði á vini og kærustupör ganga upp og niður Laugaveginn, og ég sá ekki eitt andlit sem ég kannaðist við... jú ég sá Björn Bjarnarson keyra með dræverinum sínum á Lækjargötunni... Er ég virkilega meira einmana en hann? Takið svo eftir því fyrir ofan að ég var EIN að horfa á Flashdance!!!
Já, snilldinni og fegurðinni fylgir einmannalegur verðmiði...
4 Comments:
Æ komdu bara aftur til mín til Óðinsvéa, ég skal halda þér félagsskap. Þú ert alltaf velkomin :O)KNÚS og REMBINGSKNÚS frá Svönsu
Awwww takk:D:D:D Ég væri gjarnan til í að koma.
(Jóhanna)
Sorry var að vinna :/
Þú hefðir átt að kíkja til mín meðan þú beiðst á Lækjartorgi ;)
Hlakka til að sjá Flashdance ef þinnas vill lána minnas hehe.
aww ég er að koma heim á morgun úr sveitinni veeiiii
Post a Comment
<< Home