Saturday, July 19, 2008

Alein:(

Fimmtudagskvöldið var eitt það stelpulegasta sem ég hef upplifað lengi. Eftir lokun á tárinu í Kringlunni, um 10-leitið, hitti ég Kaffitárskrakkana á Prikinu á svokölluðu bjórkvöldi. Ég ákvað að taka stelpulegheitin á þetta og fékk mér Ananasbreezer, sem er að sjálfsögðu eitt það stelpulegasta senm hægt er að fá sér á bar, fyrir utan kannski vatnsmelónubreezer... En það eru náttúrulega bara skinkur sem drekka svoleiðis... Hóflega snemma, sökum strætóþurftar, fór ég heim, þ.e. um 12leitið, og horfði á Flashdance. Flashdance er STELPUmynd... og hommamynd... hehe:D
Það er eitthvað annað en laugardagskvöldið mitt akkurat núna... Ég er svo einmana. Það er svo viðbjóðurslega gott veður og ég var búin að vinna kl. 16:30. Að sjálfsögðu langaði mig að gera eitthvað með góðri vinkonu, úti í góða veðrinu... Ég hringdi í eina, en hún var úti á landi, komst ég svo að því að önnur var að vinna uppi í Smáralind, og sú þriðja svaraði ekki símanu, líklegast upptekin við vinnu. Ég s.s. kom við í Hagkaupum á leiðinni út úr Kringlunni, keypti tortellíní og safa, og hélt heim á leið. Ég þurfti að taka tvo strætóa heim, sem þýddi að ég beið í hálftíma niðri í miðbæ á Lækjartorgi og horfði á vini og kærustupör ganga upp og niður Laugaveginn, og ég sá ekki eitt andlit sem ég kannaðist við... jú ég sá Björn Bjarnarson keyra með dræverinum sínum á Lækjargötunni... Er ég virkilega meira einmana en hann? Takið svo eftir því fyrir ofan að ég var EIN að horfa á Flashdance!!!
Já, snilldinni og fegurðinni fylgir einmannalegur verðmiði...

4 Comments:

Blogger svooona segir:

Æ komdu bara aftur til mín til Óðinsvéa, ég skal halda þér félagsskap. Þú ert alltaf velkomin :O)KNÚS og REMBINGSKNÚS frá Svönsu

11:09 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Awwww takk:D:D:D Ég væri gjarnan til í að koma.
(Jóhanna)

8:03 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Sorry var að vinna :/

Þú hefðir átt að kíkja til mín meðan þú beiðst á Lækjartorgi ;)

Hlakka til að sjá Flashdance ef þinnas vill lána minnas hehe.

10:10 PM  
Anonymous Anonymous segir:

aww ég er að koma heim á morgun úr sveitinni veeiiii

1:40 AM  

Post a Comment

<< Home