Sunday, July 06, 2008

Úglandablogg 2

Ok. Veðrið í sumarbústaðnum var ekki beint Bongó, en... Það var samt alveg nógu gott... Fyrstu dagarnir tveir var vindum frá landi og niður að sjó, og gerði það að verkum að á ströndinni var allt morandi í svörtum pínulitlum bjöllum sem sóttu í sólarvörnina. Svo fór veðrið batnandi, þ.e. vindurin skipti um átt, það var enn skítkalt, en ekki sást mikið af pöddunum:D Svo seinustu tvo dagana var Bongó:D Rosalega heitt, úff. Seinasta kvöldið okkar elduðum við dýrindis labmakjöt með rjómaosta sveppa sósu, grænmetisgramsi og rauðu og gulum:D Enda var afmælisdagur hennar Svönsu okkar kominn að kveldi. Ég og Svansa fengum ógeðslegt kvef í sumó og vorum hálfóvirkar í samræðum og þess háttar í tvo daga. Saunan á staðnum komst aldrei í gagnið, enda var aðeins of heitt inni í óloftkældum sumarbústaðnum. Sæl að sinni:D

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hey.. ertu ekki komin heim??

5:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe hvað er rauðu og gulum... rauðkál og gular baunir eða...

8:34 PM  
Anonymous Anonymous segir:

jomms það merkir það, en núna er ég komin hjem;D;D;D;D
Kv. JóhannaM

2:16 AM  

Post a Comment

<< Home