Tuesday, July 15, 2008

Gegnsæi

Nýrað í mér kippist til
í hvert sinn sem ég sé þig
og undirhárin á höfði mínu
gefa frá sér sting,
líkan þeim sem kemur
er bitlausri rakvél er strokið upp kálfann.
Í þau skipti sem þú kemst að því
að ég er að stara á þig
þá finn ég svitann streyma niður
á milli brjóstanna
og vildi þá að ég hefði ekki augu.
Munnur minn verður skyndilega andfúll
og blettirnir í handakrikunum stækka
í hvert sinn sem ég þarf að eiga við þig orð
og reyni ég því ávallt að komast hjá samskiptum við þig.
Þegar ég sé þig nálgast
breytist gólfið undir fótum mínum í stingandi kaktus
og ég neyðist til þess að flýja inn á salerni.

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

vá ekkert smá myndrænt ljóð!

Gaman að lesa það ;)

4:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

úúúú eru sumir in lööööv?
hahahah rosalegt ástand alveg

9:13 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahaha neinei... Bara skotin, eins og alltaf:D hehe
Jóhanna

10:58 PM  

Post a Comment

<< Home