Sunday, August 24, 2008

Það er margt í pípunum

Fyrsti skóladagurinn á morgun. Ég mæti kl. 09:00 og þarf einungis að taka einn strætó. Það mun breytast þar sem ég er yfirleitt í skólanum á öðrum stað, Laugarnesvegi.
Kórinn byrjar aftur 2. september.
Ég er síðan að vinna aðra hverja helgi í vetur á Kaffitárinu.
Og svo þarf ég að fara að drulla mér í það að taka fjandans bílprófið.
Ég er að gera tilraun til að safna hári. Mamma segir það verði fínt um jólin... Ætli ég verði ekki snoðuð þá haha;D
Ég hef tekið ákvörðun um það að vera rosalega dugleg í skólanum og gera allt eins vel og ég get, og ég ætla að vera dugleg í félagslífinu og hafa það skemmtilegt.
Ég ætla að hitta vini mína oftar.
Ég og mamma ætlum víst að fara að taka herbergið mitt í gegn...
Og margt fleira

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Gott, gott plan!

10:35 AM  
Anonymous Anonymous segir:

hvernig var svo fyrsti skóladagurinn???

11:00 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ú já, safnaðu hári!! :)

11:31 PM  

Post a Comment

<< Home