Strætóraunir
Ég sat í strætó á leiðinni heim úr vinnunni um daginn. Svo fer fólki sífjölgandi í strætó og svo verður að einhver maður sest hjá mér. Ég lykta að sjálfsögðu eins og fjögurra daga gamall kaffikorgur sem búið er að geyma í lokuðum plastpoka með átta daga gömlu óhreinataui. Ég lækka aðeins í ipodinum mínum, svo hann þurfi ekki að hlusta á tónlistina mína með mér og gef honum smá pláss með því að taka pokann minn og töskuna í fangið og þjappa mig svo upp að glugganum. Svo tveim stoppustöðvum seinna fer fólki fækkandi en maðurinn situr ennþá við hliðina á mér. Fjórum stoppustöðvum seinna er svo komið að ég, maðurinn og svona þrír aðrir sitjum í strætó, og fjandans gaurinn situr ennþá við hliðina á mér. Allar sex stoppustöðvarnar sem eftir voru þar til ég var komin að minni stoppustöð hringlaði sama setningin í höfði mínu:"Hérna afsakaðu herra, ég móðgast ekkert ef þú færir þig"...
Fólk! Það er ekki dónalegt að færa sig í laust sæti í burtu frá ókunnugu fólki sem þú hefur neyðst til að setjast við hliðina á!!!! Brostu bara og færðu þig, ég móðgast ekki, ég verð bara fegin...
Fólk! Það er ekki dónalegt að færa sig í laust sæti í burtu frá ókunnugu fólki sem þú hefur neyðst til að setjast við hliðina á!!!! Brostu bara og færðu þig, ég móðgast ekki, ég verð bara fegin...
4 Comments:
hahahhaahahahahhaaha
vá hvað ég skil hvað þú meinar
já frekar óþægilegt og pirrandi að sitja við hliðina á e-m sem maður þekkir ekki...
Æji mér er alveg sama hvort ég sitji hjá einhverjum sem ég þekki ekki, en þegar fólk bara færir sig ekki og strætóinn er orðinn tómur þá er það bara vandræðalegt...
Jóhanna
einmitt það sama og ég var að meina, fáir í strætó...
Post a Comment
<< Home