Tuesday, August 12, 2008

búss

Á sunnudaginn verða mamma og pabbi ekki heima-þau verða s.s. utan skutlfæris, og því neyðist ég víst til þess að ferðast með yndisfögrum strætónum upp í Smáralind. Ég var að tékka á bus.is hvernig ég kæmist þangað og það liggur þannig fyrir að ég þurfi einungis að taka tvo strætóa. Gallinn er hins vegar sá að þetta mun taka mig rúmlega klukkutíma, með 36 mínútna stoppi á Hlemmi... Þarf ég virkilega að vakna klukkan 9 til þess að eyða 36 mínútum af lífi mínu á Hlemmi??? Ætli ég stoppi ekki frekar á Lækjartorgi taki mér smá göngutúr upp Laugarveginn, ef það rignir ekki...

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

úff, hver elskar ekki sunnudagsakstur strætós!!

10:22 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ojjjjj... vorkenni þér..
taktu með dúdann ;I

10:39 PM  

Post a Comment

<< Home