Sunday, August 10, 2008

Öðruvísistolt:D

Ég var s.s. að vinna í dag, þ.e. á Gaypridegöngudeginum. Frá 7:30-16:00. Í morgun var megarólegt, svona eins og lognið á undan storminum, þegar maður veit að eitthvað rosalegt á eftir að eiga sér stað... Þess vegna er einhver, kannski guð, að gefa okkur séns að búa okkur undir storminn... Þið vitið, gefa manni tíma til að fylla á götumálin, lokin, sykurinn, baka tonn af bakkelsum, fara niður í kjallara og læsa að sér og helst ekki koma út aftur... Það komu tveir frekar fullir náungar í morgun og báðu um "hinsegin kaffi", ég spurði hvernig kaffi það væri... Þeir héldu áfram að rausa um hinsegin kaffi og flissuðu svo eins og smástelpur. Ég lagði til að ég skyldi búa til eitthvað handa þeim og rukka þá svo fyrir dýrasta drykkinn á seðlinum... Þeir pöntuðu sér þá tvo stóra expressó. Ófyndnu lúðar... Um ca. 2-3 fór að pakkast inn á staðinn og klukkan hálfþrjú vorum við 5 starfskraftar öll á tánum að halda hausnum uppi fyrir ofan yfirborðið í djúpu lauginni... Það var röð út á götu að kaupa expressogrunnaða drykki og eitthvað með og það leit út sem langflestir vildu fá eitthvað sem var með sírópi útí, þannig að ég, sem var í því að búa til expressóana þurfti að hætta mér yfir á yfirráðasæði risastóra geitungsins, sem sveimaði í kringum sírópin, í hvert sinn sem einhver vildi fá heslihnetu, karamellu, kókos, vanilllu... blabla Davinci. Röðin af póst-it miðunum(pantanir) ofan á LaMarzokkónum(expressóvélin) okkar var endalaus þrátt fyrir dugnað okkar sem baristur. Einhvernveginn held ég að Playlistinn á Ipodinum mínum sem innihélt lög eins og "Vögguljóð" sungið af Ragnheiði Gröndal, My baby-Nina Simone, Lady D'Arbanville-Cat Stevens og fleiri lög í slíkum dúr, hafi ekki alveg náð að grípa logandi stemninguna sem þarna kraumaði í andrúmsloftinu. Loksins keyrðu lesbíurnar og hommarnir framhjá í litríkum, fagurskreyttum freygátum ásamt æpandi skrílnum og dúndrandi tónlistinni. Já þetta er alltaf jafngaman:D Ekki endilega út af því að þetta er GayPrideganga, heldur út af því að þarna er kominn saman stór hópur sem er eins og hann er, og allir sem eru þarna með þeim styðja þennan hóp í því sem þau gera og allir eru svo glaðir. Þegar allt þetta fólk fór framhjá fannst mér eins og þarna úti væri eitt risastórt KNÚS á gangi niður laugarveginn... Til hamingju Haffi og Helga, og allir hinir sem ég þekki og þekki ekki, og til hamingju allir hinir:D Knúúús;D
En vá, á næsta ári reyni ég að komast hjá því að vera að vinna á GayPride. Hjartað mitt höndlar það ekki oftar en mest annaðhvert ár... Ég ætla að Labba með þvögunni, eða standa inni á Kaffitári að horfa á hana fara framhjá, vinna knúsið og segja svo bless bless við aumingja fólkið sem er að vinna...
Kannski ætti þetta bara að heita hinsegin ganga og allir sem væru öðruvísi en normið(þ.e. allir nema einhver einn sem miðað er við) mættu vera með... Líka þeir sem svæfu reglulega með bangsann sinn, þeir sem læsu moggann afturábak, þeir örvhentu, rauðhærðu, þeir sem fíla ekki gæludýr, þeir sem sem segðu "Free" en ekki "Three" coffee(lenti í einum soleiðis í dag...) og allir hinir sem vilja eða vilja ekki skera sig úr fjöldanum:D

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahaha ertu ekki komin með leið á öllum þessum "gæða" bröndurum?! Flott blogg en vá fannst eins og þú værir að lýsa mér: sofa með bangsa og lesa moggann afturábak ;)

Já það var bara frekar gaman að sjá gönguna, það sást náttúrulega frekar vel út um búðargluggann en eins og þú þá var ég líka að vinna! En vá sástu allt draslið niðrí bæ á sunnudagsmorgun? Ég mætti klukkan 9 í vinnuna og bílarnir sem spúla öllu burt voru ekki búnir fyrr en svona rúmlega 11!!

1:30 AM  
Anonymous Anonymous segir:

vó hvað ég myndi ekki höndla að vinna á túrbó hraða...
..arfinn má bíða hehehe

7:08 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Já spúlibílarnir voru extra lengi að á sunnudagsmorguninn... Ég vissi samt ekki að þú svæfir með bangsa... Ég les líka blaðið afturábak:D
Við vorum líka dugleg að skipta um verkefni svo við myndum ekki bilast... hehe
Jóhanna

10:30 PM  

Post a Comment

<< Home