Tuesday, August 19, 2008

Draumur næturinnar

Ég er í flýti, að hlaupa um, með Helgu systur minni. Hún réttir mér smurt flatbrauð með osti innpakkað í álpappír. Það átti að vera hádegismaturinn hennar, en nú átti það að gegna hlutverki afmælisgjafar handa Kolbrúnu, vinnfélaga okkar. Ég skyldi færa henni gjöfina sem fyrst, enda átti Kolbrún afmæli í gær og fyrr er víst betra en seinna. Helga og ég erum á leiðinni á Kaffitár í Bankastræti þar sem hún á að fara að vinna en á leiðinni þangað verð ég skyndilega glorsoltin, og treð í mig afmælisgjöfinni. Namm, flatkaka með osti, svo bragðgott. En þegar við erum komnar á neðsta hluta laugarvegsins finnst mér ég verða segja Helgu að ég hafi borðar afmælisgjöfina hennar Kolbrúnar, enda á ég enga peninga sjálf til að kaupa nýja afmælisgjöf. Helga verður æfareið þegar ég segi henni fréttirnar, og við skjótumst saman í Bónus, að kaupa meiri flatkökur og ost. Við erum að ganga um ranghala Bónuss, með afmælisgjöfina í höndunum þegar ég vakna.
Jáh, nú getur einhver snjall í fagi sínu, greint hvað er að gerast í undirmeðvitund minni...

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

langaði þig ekki bara einfaldlega í flatköku með osti?
;)

3:29 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe svara þér eftir nokkur ár :þ

fórstu kannski svöng að sofa hehe ;)

7:05 PM  

Post a Comment

<< Home