Klaufar veraldar sameinist
Fyrsta klaufaathöfnin átti sér staðí gær þegar ég keypti ávart forljótar sokkabuxur sem láta fætur mína fagra líta út fyrir að vera sjúkir af krabbameini.
En fyrsta klaufastrikið í dag var eldsnemma í morgun. Það átti sér stað þegar ég gekk morgunhress, eins og ávallt, út úr strætó. Vegna þess að það rigndi ákvað ég að taka af mér trefilinn og vefja hnum utanum höfuðið svo hárið bleyttist sem minnst og fann út að það sparaði tíma að gera þetta á meðan ég gengi út úr strætó og sökum ákvarðanatöku minnar gekk ég á strætóstaurinn við hliðina á strætó. Ég meiddi mig bara í olnboganum en skiltið var tveim millimetrum frá mér, beint á milli augnanna. Og allir, mín megin, í strætó horfðu á mig og glottu.
Önnur klaufaaðgerð var framkvæmd einhverstaðar í grasinu á milli strætóskýlisins og skólans þar sem ég hrasaði næstum um sjálfa mig.
Sú þriðja fór fram í smáralindinni í Zöru nánar tiltekið. Ég var að skoða fagra skó í rekkunum á bak við afgreiðsluborðið og þurfti að beygja mig niður til þess að ganga frá skónum. við þá athöfn náði ég að reka beinið sem er einum millimetra fyrir neðan vinstra auga mjög harkalega í einhverskonar staut sem stóð út úr veggnum. Ég að sjálfu sögðu gargaði "fookk áts" og hélt fyrir augað á meðan Jóhanna nafna spurði mig mjög skelkuð í framan hvort ég væri ekki örugglega ennþá með auga... Það kom smá skurður en annars er í lagi með mig. Ég sé á morgun hvort glóði geri nokkuð vart við sig...
En fyrsta klaufastrikið í dag var eldsnemma í morgun. Það átti sér stað þegar ég gekk morgunhress, eins og ávallt, út úr strætó. Vegna þess að það rigndi ákvað ég að taka af mér trefilinn og vefja hnum utanum höfuðið svo hárið bleyttist sem minnst og fann út að það sparaði tíma að gera þetta á meðan ég gengi út úr strætó og sökum ákvarðanatöku minnar gekk ég á strætóstaurinn við hliðina á strætó. Ég meiddi mig bara í olnboganum en skiltið var tveim millimetrum frá mér, beint á milli augnanna. Og allir, mín megin, í strætó horfðu á mig og glottu.
Önnur klaufaaðgerð var framkvæmd einhverstaðar í grasinu á milli strætóskýlisins og skólans þar sem ég hrasaði næstum um sjálfa mig.
Sú þriðja fór fram í smáralindinni í Zöru nánar tiltekið. Ég var að skoða fagra skó í rekkunum á bak við afgreiðsluborðið og þurfti að beygja mig niður til þess að ganga frá skónum. við þá athöfn náði ég að reka beinið sem er einum millimetra fyrir neðan vinstra auga mjög harkalega í einhverskonar staut sem stóð út úr veggnum. Ég að sjálfu sögðu gargaði "fookk áts" og hélt fyrir augað á meðan Jóhanna nafna spurði mig mjög skelkuð í framan hvort ég væri ekki örugglega ennþá með auga... Það kom smá skurður en annars er í lagi með mig. Ég sé á morgun hvort glóði geri nokkuð vart við sig...
3 Comments:
hahahahahahahahaha!!!
Og ég hélt að ég hefði átt slæman dag um daginn!!!
Finnst nú reyndar svolítið gaman að sjá að einhver fetar í skilta-áreksturs-fótspor mín :þ
haha týpískur dagur í lífi Jóhönnu
hihihi ;)
Post a Comment
<< Home