Monday, November 10, 2008

yfirlit

Hafiði reynt við krossgátuna(eða bara skoðað) sem kemur í morgunblaðinu á sunnudögum? Vitiði hvernig hún virkar, ég get aldrei neitt af orðunum, allar vísbendingarnar eru bara eitthvað kjaftæði... Er eitthvað trikk við þetta eða er ég bara svona vitlaus?

Fuss og svei, Ute Mahler, ljósmyndarinn sem tók mynd af mér á kringlubílastæðinu fyrr í vetur, er ekki enn búin að senda mér afrit af mynd... Ja svei hehe

Ég þarf að fara til sjúkraþjálfara, heimilislæknirinn segir það:( Allt út af bakverkinum um daginn, þetta var víst ekki bara venjulegt þursabit, ég fékk verk út í fótinn. Ég mæti í fyrsta tímann á föstudaginn. Oh, það fer alltaf allt til fjandans rétt fyrir jól, fjármálin(jeij, það verður gaman að spara í Amsterdam), frystiskápurinn og svo bakið...

Ég var að baka aðra smákökusort, helst vegna þess að hin sem ég bakaði um daginn er búin...

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

halló halló...ég vildi bara kvitta fyrir innlitið :O)
Knús Svansa

6:54 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég reyni ekki einu sinni að leysa krossgátur, ég er of mikill einfeldningur til að geta pælt í svona haha

æi, leiðinlegt að heyra með bakið! ömurlegt! já vonandi bara að þetta lagist fljótt! og að þetta sé ekkert alvarlegt!

7:21 PM  
Anonymous Anonymous segir:

en hey, viltu ekki bjóða mér í heimsókn til að borða nýju kökurnar svo þú getir bakað enn eina sortina? ;)

7:25 PM  
Anonymous Anonymous segir:

endilega komið í heimsókn, ég baka bara til þess að lokka vini mína til mín;D
Kv. Jóhanna

7:31 PM  

Post a Comment

<< Home