Saturday, November 22, 2008

Ég nýt ásta með bólgueyðandi

Heilsu minni hefur hrakað snarlega síðustu daga. Ætli hreyfingtaleysi sé ekki um að kenna? Eins og fram hefur komið þá hefur bakverkur hrjáð mig um stund og hef ég gengið til sjúkraþjálfara í þrjú skipti. Hann hefur varað mig við hættunni á því "að sitja í rækjunni"og það er líkingarmál sem ég hef einsett mér í að koma í málshátt eða spakmæli á einhvern hátt, helst í einhverri annarri merkingu en upphaflega var átt við. Kannski ég skrifi bara bók... Hver veit? Kannski ég hringi bara í útvarið og vari ráðamenn þjóðarinnar við því að sitja í rækjunni... Hún gæti kafnað... Góðu fréttinar sem ég fékk frá sjúkó voru þær að ég þjáist ekki af brjósklosi heldur bólgum í brjóski milli L1 og L2, sem ég geri ráð fyrir að séu hryggjaliðir. Slæmu fréttirnar sem sjúki sagði í seinasta tíma eru þær að ég er verr haldin en ég læt líta út fyrir að vera, ég er s.s. trukkur sem finnur ekki sársauka... Ég ætti kannski að fara að stunda það að fæða börn fyrir viðkvæmar mæður...
Svo af því að það er svo móðins eitthvað þá ákvað ég að láta rífa úr mér tvær tennur... Þar sem ég er með sjúklega lítinn munn og huges tennur þá var víst ekki pláss fyrir alla þessa endajaxla sem voru að þrengja sér upp á yfirborðið í gómnum mínum svo égt ákvað að "dóneita" a.m.k. tvo endajaxla eða svo til góðgerðamála Tannblætissjúklinga. Þar af leiðandi er ég með tvö göt í gómnum, vinstramegin í efrigóm og hægramegin í neðrigóm. Sökum þessa er mér illt í kjálkanum og á erfitt með að opna munninn upp á gátt.
600 mg Íbúfen er því besti vinur minn í augnablikinu:D

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehehehe, greyið!

Fékkstu ekki að eiga jaxlana!! ...og þurftirðu nokkuð deyfingu út af massa sársaukaþröskuldi hehe ;)

hahaha orðið sem ég þarf að skrifa í gluggann er "uncripp"! Lýsandi!?

10:33 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Hann reyndi tvisvar að ota þeim að mér:"viltu ekki eiga þessa fínu endajaxla? Þeir eru svo flottir og stórir og svo er krókur á öðrum þeirra". Ég afþakkaði pent og sagði undir áhrifum róandi, íbúfens og munndeyfingar að hann mætti bræða þá.
Ég var farin að halda að hann þyrfti að fara að borga fyrir förgun tannanna....
Kv. Jóhanna sem er með færri tennur en flestir...

6:07 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ojjj æjæjæj greyið mitt, bakverkur og tanntaka! usss
ég hefði samt viljað eiga endajaxlana, gert lítið gat á þá og búið til hálsmen og gefið einhverjum í jólagjöf :D

10:17 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég er að bíða eftir því að eitthvað komi fyrir hendurnar á þér hingað til (frá því skólinn byrjaði) ertu búin að stanga snaga með auguanu, sitja á/í rækjunni, reyna að saga af þér fótinn eftir því sem ég best veit og missa 2 tennur. Hvað svo?!

1:14 PM  

Post a Comment

<< Home